Fara í efni

Námið gerði mér kleift að láta drauma mína rætast

Eyrún Linda Gunnarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur
Eyrún Linda Gunnarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur

Eyrun Linda útskrifast sem fótaaðgerðafræðingur 18. janúar 2019. Námið hjá Keili gerði henni kleift að elta drauma sína um að gerast sjálfstætt starfandi aðili með sinn eigin rekstur. Hér fyrir neðan má sjá hvað Eyrún hefur að segja um fótaaðgerðafræðinám Keilis.

„Draumur minn hefur alltaf verið að gerast sjálfstætt starfandi aðili með eigin rekstur. Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisfag sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína. Ég er við þann mundinn að opna mína eigin stofu í Grafarvogi þar sem ég mun starfa við hliðina á öðrum fótaaðgerðafræðingi. Starfsstéttin er náin og ríkir góður andi þar.“

Námsfyrirkomulagið hentaði mér vel

Ég bý í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu minni, því hefur vendinám hentað afar vel til að geta unnið samhliða námi. Námið er krefjandi en jafnframt spennandi og fræðandi  auk þess sem það passaði vel við mig og mitt áhugasvið. Tíminn leið hratt, ég eignaðist frábærar vinkonur og kynntist æðislegum kennurum og starfsfólki sem eru fagleg og stuðningsrík. Ávalt var unnið að lausnum ef vandamál báru að eins og tungumála örðugleikar eða vöntun á upplýsingum. 

Þó að skólagöngu sé lokið í þessu fagi þá er hægt að bæta í reynslubankann og sækja námskeið til að auka á færni sem eykur á fjölbreytni starfsins. Ég mæli eindregið með námi í fótaaðgerðafræði hjá Keili. 

Eyrún Linda Gunnarsdóttir