Fara í efni

Vinna í lokuðu rými

Hvað er lokað rými og hvaða hættur geta myndast þar? Fjallað er um mikilvægi þess að gera áhættumat áður en vinna hefst í lokuðu rými. Hvaða búnaður á að vera til staðar og hvenær þarf að gefa út gaseyðingarvottorð? Farið verður yfir notkun gasmæla og kynntur er gátlisti sem ber að fylla út áður en vinna hefst í lokuðu rými. Að lokum verður farið yfir mikilvægi lúguvaktar og hvaða neyðarbúnaður á að vera til staðar til að bjarga fólki úr lokuðu rými. 

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Viku áður en námskeið hefst fá nemendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu eða fjarkennslu í Teams. Í fjarkennslu fer kennarinn yfir efnið svo eru umræður og spurningar.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla sem þurfa að vinna í eða með þeim sem vinna í lokuðu rými.

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 1 klst. á Teams fundi eða í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega í fjarnámi. Einnig er hægt að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 8. júní, kl. 13-14, í fjarnámi

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst.

Skráning á námskeið