Fara í efni

Námskeið um heita vinnu – Logaleyfi

Farið er yfir mismunandi tegundir af heitri vinnu. Nemendum er gerð grein fyrir hættum sem tengjast heitri vinnu. Nemendum er kennt mikilvægi verklags við heita vinnu til þess að koma í veg fyrir óhöpp og vinnuslys. Kynntar eru reglur og gögn um heita vinnu. Nemendum eru kynntar skyldur og ábyrgð, verkkaupa, verksala og starfsmanna við heita vinnu. Farið er yfir búnað sem notaður er við heita vinnu og hvernig skal velja hann fyrir mismunandi aðstæður.  

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni. Námskeiðinu líkur með prófi (lágmarkseinkunn 8,0).

Fyrir hverja er námskeiðið? 

Alla sem vinna heita vinnu.

Ávinningur 

Aukin þekking á kröfum, búnaði og verklagi við heita vinnu.

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

Skráning á námskeið