Fara í efni

Hægt að hefja einkaþjálfaranám á vorönn

Boðið verður upp á ÍAK einkaþjálfaranám á vorönn 2019, en hingað til hefur einungis verið hægt að hefja námið á haustin. Námið hefst á rafrænum fyrirlestrum mánudaginn 7. janúar 2019.

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið.

Námið er í heild 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar hér í Keili á tveimur önnum. Að námi loknu öðlast útskriftarnemendur viðurkenninguna ÍAK Einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranámið er vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer) og fá útskrifaðir ÍAK einkaþjálfarar skráningu í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn stofnunarinnar. 

Nánari upplýsingar um ÍAK einkaþjálfaranám Keilis