Fara í efni

Einelti og áreitni, stefna og viðbragðsáætlun

Hvernig er þitt fyrirtæki í stakk búið til þess að takast á við einelti og áreitni á vinnustað? Er viðbragðsáætlun til staðar? Hvar er hana að finna? Þekkja stjórnendur og starfsfólk rétt viðbrögð komi slík tilfelli upp?

Á námskeiði Vinnuverndarskóla Íslands um einelti og áreitni, stefnu og viðbragðsáætlun er meðal annars fjallað um:

  • Hvernig einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi eru skilgreind
  • Hvað vinnustaðir geti gert til þess að draga úr líkum á einelti og áreitni
  • Skyldur vinnustaða við gerð sálfélagslegs áhættumats
  • Mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum, komi þau upp

Nemendur vinna verkefni um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni á vinnustað.

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Áður en nemendur mæta til kennslu, hvort sem er í fjarkennslu eða kennslustofu, fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér. Í kennslu byrjar kennarinn á að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru unnin verkefni og tækifæri gefst til spurninga og samtals. 

Fjarkennsla fer fram í gegnum forritið Microsoft Teams.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsfólk meðalstórra og stærri fyrirtækja (a.m.k. 10 starfsmenn og fleiri) en allir sem hafa áhuga á efninu eru velkomnir.

Ávinningur

Meiri þekking á einelti og áreitni og tengslum þess við vinnuumhverfi og vinnuskipulag. Þekking á því hverning á að gera stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni. 

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega, í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ, í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík og í fjarnámi. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

Skráning á námskeið