Fara í efni

Heimsókn fulltrúa Félags fótaaðgerðafræðinga

Frá heimsókn Félags fótaaðgerðafræðinga
Frá heimsókn Félags fótaaðgerðafræðinga

Fulltrúar Félags fótaaðgerðafræðinga heimsóttu Keili föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Markmið fundarins var að koma á lifandi sambandi milli félagsins og Keilis vegna námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræðum.

Keilir bauð félaginu að tilnefna tvo aðila í fagráð námsbrautarinnar og voru aðilar voru sammála um mikilvægi þess að halda góðum tengslum milli skólans og félagsins um uppbyggingu námsins. 

Keilir býður upp á nám í fótaaðgerðarfræði frá vorönn 2017 og hefst námið um miðjan febrúar. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Námið tekur eitt og hálft ár og eru áfangarnir  kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar um nám í fótaaðgerðarfræði