Fara í efni

Fjallamennska í Morgunblaðinu

Morgunblaði dagsins fylgdi blaðauki um útivist en í honum er að finna fjöldan allan af áhugaverðum viðtölum um útivist og fjallamennsku. Áhersla viðmælenda er á fagmennsku á fjöllum, fjölbreytileika í útivist, streitulosandi áhrif útiveru og mikilvægi góðrar leiðsagnar.

Meðal viðmælenda er Garðar Hrafn Sigurjónnson, en Garðar kennir fjallamennsku í  Leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku við Keili. Í skemmtilegu viðtali um fjallamennsku og leiðsögumannastarfið segir hann:

"Það er alltaf áhugavert að ferðast um fjöll og firnindi með góðu fólki. Að takast á við móður náttúru af festu og öryggi og sjá allt sem hún hefur upp á að bjóða. Það skiptir mig miklu máli að við séum að einbeita okkur að því að veita góða og örugga upplifun sem mun varðveitast í huga fólks um ókomna tíð og gefa þannig fólki tækifæri á að upplifa náttúruna í gegnum einstakling eins og mig sem hef alltaf verið á fjöllum."

Upplýsingar fyrir áhugasama um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku er að finna hér