Fara í efni

Vinnuverndarskóli Íslands

Smelltu hér fyrir námsframboð Vinnuverndarskóla Íslands

Vinnuverndarfræðsla sem lagar sig að þínum þörfum

Vinnuverndarskóli Íslands sérhæfir sig í sveigjanlegri og skilvirkri vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur hafa að geyma áralanga reynslu af vinnuverndarfræðslu og byggja námskeið skólans á nýstárlegum kennsluháttum Keilis. Skólinn hóf starf sitt við upphaf árs 2020 og hefur úrval námskeiða farið stöðugt vaxandi síðan þá. Skólinn stefnir að því að nýta ávallt nýjustu tækni og aðferðir við kennslu til að hámarka afköst og nýtni. Má þar sem dæmi nefna vendinámsfyrirkomulag.

Byrjaðu nám hvenær sem er og stundaðu á eigin hraða

Á opnum fjarnámskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs. Allt efni er aðgengilegt um leið og hægt er að skoða það eins oft og hver og einn þarf. Árangur innan opinna námskeiða er iðulega mældur með stuttum krossaprófum sem ljúka þarf áður en haldið er áfram í næsta hluta efnisins.

Námskeið með vendinámi

Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu á námskeið með staðlotu. Kennari stuttlega yfir aðalatriði kennsluefnis og í framhaldi eru unnin einstaklings- og hópverkefni. Lífleg skoðanaskipti og fróðlegar samræður eiga sér stað. Staðlotur eru haldnar húsnæði Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ eða í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. 

Fyrirlestrar um vinnuvernd á vettvangi

Vinnuverndarskóli Íslands býður upp á fyrirlestra á vinnustöðum fyrir starfsfólk og stjórnendur.

Fyrirlestrarnir geta verið um ýmsa þætti vinnuverndar svo sem:

  • einelti og áreitni á vinnustað
  • áhættumat starfa
  • vinnuslys
  • öryggismenningu
  • hávaða
  • móttöku nýliða           

Fyrirlestrar geta verið 20 - 60 mínútur eftir nánara samkomulagi. Upplagt er að halda fræðslufundi fyrir starfsmenn t.d. með morgunkaffinu, í hádeginu, að starfsdegi loknum eða á verkefnadögum.

Óska eftir fyrirlestri