Fara í efni

ÍAK þjálfaranám

Heilsuakademía Keilis býður upp á tvær brautir í ÍAK þjálfaranámi

ÍAK einkaþjálfaranámið er það ítarlegasta á sínu sviði á Íslandi. Námið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka þekkingu sína á þjálfun, þeim sem vilja starfa sem einkaþjálfarar og einnig starfandi þjálfurum sem vilja auka faglega hæfni sína. Námið er viðurkennt starfsnám á þriðja hæfniþrepi og lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. ÍAK styrktarþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum fólks sem hefur áhuga á að vinna með íþróttafólki. Einnig nýtist námið íþróttafólkinu sjálfu sem æfir undir eigin handleiðslu. Hvor braut um sig tekur tvær annir en einkaþjálfaranámið og styrktarþjálfaranámið er samkeyrt á haustönn og því hafa margir af okkar nemendum byrjað á að taka ÍAK einkaþjálfaranámið og bæta svo við sig ÍAK styrktarþjálfaranáminu og taka þá báðar brautirnar á þremur önnum. Báðar námsbrautir eru kenndar í fjarnámi með staðlotum sem gefur nemandanum aukið svigrúm í að skipuleggja tímann sinn sjálfur. Þú getur nálgast frekari upplýsingar um brautirnar okkar hér:

ÍAK einkaþjálfaranám
ÍAK styrktarþjálfaranám