Vinnuverndarnámskeið

Hér er yfirlit um námskeið sem Vinnuverndarskóli Íslands hyggst bjóða uppá á árinu 2020. Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Guðmundur Kjerulf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands.

 • Vinnuvélanámskeið - Væntanlegt í vor

  Boðið verður upp á vinnuvélanámskeið vorið 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Áhættumat

  Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumats, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat (greining og mat) og áætlun um heilsuvernd (úrbætur).

  Kennd er einföld og markviss aðferð „sex skref við gerð áhættumats“ sem byggist á notkun vinnuumhverfisvísa/gátlista.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins og svo eru unnin hópverkefni í gerð áhættumats.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er fyrir starfsmenn allra vinnustaða sem hafa hug á að gera áhættumat og þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum. Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og eiga auðvelt með að gera áhættumat á vinnustaðnum sínum eftir námskeiðið.  

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 3 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 21. janúar 2020, kl. 13 - 16 í Keili á Ásbrú.
  • Miðvikudaginn 19. febrúar 2020, kl. 13 - 16 í Rafmennt í Reykjavík.
  • Miðvikudaginn 13. maí 2020, kl. 13 - 16 í Rafmennt í Reykjavík.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 19.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Einelti og áreitni, stefna og viðbragðsáætlun

  Hvað er vinna í hæð? Hvenær á að hefja undirbúning fyrir vinnu í hæð? Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna nemendum fjölda leiða sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl.

  Fjallað verður ítarlega um nýlega reglugerð um röraverkpalla (2018). 

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla sem þurfa að vinna í hæð eða eru að skipuleggja vinnu í hæð. Ávinningur er aukin þekking á fallvörnum og meiri líkur á að koma í veg fyrir fallslys úr hæð.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 20. maí 2020, kl. 13 - 15 í Rafmennt í Reykjavík.
  • Þriðjudaginn 26. maí 2020, kl. 13 - 15 í Keili á Ásbrú.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

  Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt og helstu reglugerðir sem settar eru í samræmi við þau.

  Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum. 

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar fer kennari stuttlega yfir aðalatriði í efninu, svo eru unnin einstaklingsverkefni og hópverkefni. Í kennslustofu er gert ráð fyrir líflegum skoðanaskiptum og uppbyggjandi umræðum um vinnuverndar- og öryggismál. Námskeiðið byggir á námskrá um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.

  Ávinningur

  Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla að betri líðan starfsmanna. Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og sex klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 5. febrúar 2020, kl. 9 - 16 í húsnæði Rafmennt í Reykjavík. 
  • Þriðjudaginn 11. febrúar 2020, kl. 9 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.
  • Miðvikudaginn 4. mars 2020, kl. 9 - 16 í húsnæði Rafmennt í Reykjavík.
  • Miðvikudaginn 1. apríl 2020, kl. 9 - 16 í húsnæði Rafmennt í Reykjavík. 
  • Miðvikudaginn 6. maí 2020, kl. 9 - 16 í húsnæði Rafmennt í Reykjavík. 
  • Miðvikudaginn 3. júní 2020, kl. 9 - 16 í húsnæði Rafmennt í Reykjavík. 

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 32.000 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Vinna í hæð - Fallvarnir

  Hvað er vinna í hæð? Hvenær á að hefja undirbúning fyrir vinnu í hæð? Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna nemendum fjölda leiða sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl.

  Fjallað verður ítarlega um nýlega reglugerð um röraverkpalla (2018). 

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla sem þurfa að vinna í hæð eða eru að skipuleggja vinnu í hæð. Ávinningur er aukin þekking á fallvörnum og meiri líkur á að koma í veg fyrir fallslys úr hæð.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 20. maí 2020, kl. 13 - 15 í Rafmennt í Reykjavík.
  • Þriðjudaginn 26. maí 2020, kl. 13 - 15 í Keili á Ásbrú.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Vinnuslys

  Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum því slys? Hvaða vinnuslys á að skrá innanhúss og hvaða vinnuslys á að tilkynna Vinnueftirlitinu? Hvers vegna er mikilvægt er að skrá vinnuslys skipulega og miðla upplýsingum um þau?

  Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau. Hugmyndafræði „Safety 2“ er kynnt stuttlega en það er ný nálgun á því hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys. Nemendur gera hópverkefni og greina orsakir vinnuslysa.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og hópverkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk allra vinnustaða sem vilja reyna að koma í veg fyrir vinnuslys og bæta hjá sér vinnuumhverfið. Ávinningur er aukin þekking á vinnuslysum og góður möguleiki á að koma í veg fyrir þau eða fækka þeim.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 3 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Fimmtudaginn 16. apríl 2020, kl. 13 - 16 í Keili á Ásbrú.
  • Miðvikudaginn 22. apríl 2020, kl. 13 - 16 í Rafmennt í Reykjavík.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 19.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur starfsfólks á vinnustað. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Fjallað verður um vinnuverndarstarf, öryggisnefndir, áhættumat, notkun persónuhlífa, notkun hnífa, hávaða, lýsingu, hættuleg efni og inniloft, líkamsbeitingu, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Sérstaklega verður farið yfir forvarnir vegna vinnuslysa með áherslu á vélar og tæki og notkun vinnuvéla.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verða verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Allt starfsfólk hjá fiskvinnslufyrirtækjum.           

  Ávinningur

  Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Öryggisnámskeið fyrir stjórnendur í fiskvinnslu

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnanda á vinnustað. Allur búnaður á að vera góður og öruggt skipulag verður að ríkja á vinnustað sem stjórnandi hefur umsjón með. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Fjallað verður um vinnuverndarstarf, öryggisnefndir og áhættumat, hávaða, lýsingu, hættuleg efni og inniloft, líkamsbeitingu, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni.

  Sérstaklega verður farið yfir forvarnir vegna vinnuslysa með áherslu á vélar, tæki og vinnuvélar. Að lokum verður fjallað um ábyrgð stjórnenda á öryggismenningu. Hugmyndafræði „Safety II“ verður kynnt stuttlega.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið hentar stjórnendum í fiskvinnslu sem vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum. 

  Ávinningur

  Aukin þekking á ábyrgð og skyldum stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Einnig þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum, veikindadögum og stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 5 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 29.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnenda varðandi það að gæta fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. áhættumat, hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, vinnuslys og slysavarnir. Sérstaklega verður fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni.   

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og gerð stutt verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla stjórnendur fyrirtækja og stofnanna.                                                                                  

  Ávinningur

  Aukin þekking á ábyrgð og skyldum stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið. Góður möguleiki á að fækka slysum og veikindadögum og stuðla þannig almennt að betri líðan starfsfólks.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Verkstjóranámskeið

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur verkstjóra á vinnustað. Allur búnaður á að vera góður og öruggt skipulag verður að ríkja á vinnustað sem verkstjóri hefur umsjón með. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka vinnuverndar, s.s. áhættumat, hávaða, lýsingu, inniloft, efni og efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og notkun persónuhlífa. Talað verður sérstaklega um ábyrgð og skyldur verkstjóra á vinnu ungs fólks.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unninn verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla verkstjóra, flokkstjóra og aðra stjórnendur fyrirtækja.

  Ávinningur

  Aukin þekking á ábyrgð og skyldum verkstjóra varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Þekking á vinnuverndarmálum, tækifær til að bæta hjá sér vinnuumhverfið og fækka slysum og veikindadögum.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Öryggismenning

  Miklar framfarir hafa náðst síðustu áratugi í efnislegu og tæknilegu öryggi á vinnustöðum t.d. við hönnun vinnustaða, véla og tækja. Til þess að ná lengra í öryggismálum og fækka vinnuslysum enn frekar þarf að beita nýjum aðferðum.

  Það þarf að skoða sálræna og félaglega þætti í samspili við vinnuskipulag og vinnuumhverfi.

  Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda til langs tíma. Efnið er byggt á sænskri aðferðafræði sem kallast „Byggt á öryggi“ en gefin var út bæklingur árið 2009 með sama heiti. Hugmyndafræði „Safety II“ verður einnig kynnt. 

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verða verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er hugsað fyrir lengra komna í vinnuverndarmálum, t.d. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, verkstjóra og stjórnendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur þekki hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða og kunni góð skil á áhættumati.                                                                                   

  Ávinningur

  Þátttakendur kynnast nýrri hugmyndafræði til að auka öryggi á vinnustaðnum og fækka vinnuslysum.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Námskeið um heita vinnu – Logaleyfi

  Farið er yfir mismunandi tegundir af heitri vinnu. Nemendum er gerð grein fyrir hættum sem tengjast heitri vinnu. Nemendum er kennt mikilvægi verklags við heita vinnu til þess að koma í veg fyrir óhöpp og vinnuslys. Kynntar eru reglur og gögn um heita vinnu. Nemendum eru kynntar skyldur og ábyrgð, verkkaupa, verksala og starfsmanna við heita vinnu. Farið er yfir búnað sem notaður er við heita vinnu og hvernig skal velja hann fyrir mismunandi aðstæður.  

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni. Námskeiðinu líkur með prófi (lágmarkseinkunn 8,0).

  Fyrir hverja er námskeiðið? 

  Alla sem vinna heita vinnu.

  Ávinningur 

  Aukin þekking á kröfum, búnaði og verklagi við heita vinnu.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

 • Námskeið um öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarvinnustaði og mannvirkjagerð

  Á byggingarvinnustað þar sem samtímis starfa tveir eða fleiri atvinnurekendur eða verktakar og starfsmenn eru fleiri en tíu skal verkkaupi (eða fulltrúi hans) sjá til þessa að gerð sé öryggis- og heilbrigðisáætlun.

  Slíka áætlun skal einnig gera ef byggingarvinna er hættuleg. Áætlunin skal liggja fyrir áður en vinna hefst. Tilgangurinn með þessari áætlun er að tryggja samræmt vinnuvendarstarf allra sem vinna á staðnum til að auka öryggi við framkvæmd vinnunnar. Áætlunin er einnig stjórntæki fyrir sameiginlegt öryggisstarf á vinnustaðnum. Í áætluninni skal m.a. greina þær hættur sem kunna að vera til staðar með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og hvaða forvarnir verða gerðar. Fjallað verður um tengsl öryggis- og heilbrigðisáætlunar á byggingarvinnustað og „áhættumats starfa“ samkvæmt reglugerð nr. 920/2006.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins svo eru umræður og unnin verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið

  Verkkaupa, samræmingaraðila á byggingarvinnustað, byggingarstjóra, öryggisstjóra, verkstjóra og alla áhugasama um öryggismál við byggingarvinnu.

  Ávinningur

  Eftir námskeiðið geta nemendur gert öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir alla hefðbunda byggingarvinnustaði.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 3 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

 • Áhættumat fyrir eldhús - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Hættur við jarðorkuvinnslu - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Röraverkpallar - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Vinna í lokuðu rými - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Vinna í opnu rými - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Vinnuvernd fyrir ný fyrirtæki eða fyrirtæki sem er verið að stofna - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Vinnuverndarnámskeið á flugvöllum - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

 • Þjónustuaðilar í vinnuvernd - Væntanlegt

  Boðið verður upp á námskeiðið á árinu 2020. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net