Vinnuverndarnámskeið

Hér er yfirlit um námskeið sem Vinnuverndarskóli Íslands hyggst bjóða uppá á árinu 2020. Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Guðmundur Kjerulf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands.

 • Occupational Health and Safety 101 in distance learning

  The Icelandic School for Occupational Health and Safety at Keilir offers a distance learning course in English focusing on the fundementals of occupational health and safety issues in the workplace.

  The course deals with the fundamentals of work environment and work organization, with the aim to increase safety and well-being for all workers, and intended for all staff at the workplace. It leads to a broad and general knowledge of occupational health and safety, and deals with Icelandic laws and regulations, what they include about securing safety and well-being.

  The course will cover the most important subjects in short and simple components, e.g.

  • Occupational health and safety work mandatory in all workplaces
  • The role of security committees, worker's representatives and employer representatives, as well as how they are appointed
  • Requirements and organization of Risk assessment 
  • How to register and report work related accident 
  • Levels of prevention due to accidents at work
  • Policy and response plans regarding bullying and harassment
  • Physical stress, noise, ventilation and handling of dangerous materials

  Course participants will get instructions and reading material by e-mail, and watch 6 online lectures (a total of 45 min). 

  Once participants have studied the written material and completed the online lectures, they attend an online multiple-choice exam.

  Course fee for individuals is ISK 11.900. For larger group discount and additional information please contact Guðmundur Kjerúlf, Director of the Icelandic School for Occupational Health and Safety. The course can be adapted to suit each organization or company by further agreement.

 • Grunnnámskeið vinnuvéla

  Grunnnámskeið vinnuvéla veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir. Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að námskeiði loknu. 

  Uppbygging

  Öll námskeið Vinnuverndarskólans eru kennd í vendinámi og mun námið því vera að mestu leyti gagnvirkt. Nemandi horfir á fyrirlestra, les ítarefni, horfir á myndbönd og leysir verkefni. Hægt er að horfa á hvern hluta eins oft og hver einstaklingur þarf eða vill. Til þess að komast áfram í námskeiðinu þurfa nemendur reglulega að standast verkefni og próf. Námskeiðinu lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands. Námskeiðið fylgir námsskrá Vinnueftirlitsins

  1. Lög, reglur og reglugerðir
  2. Vinnuverndarstarf og öryggismál
  3. Hávaði, lýsing og hættuleg efni
  4. Félagslegur og andlegur aðbúnaður, einelti og áreitni
  5. Eðlisfræði, vökvafræði, ásláttarbúnaður, stöðugleiki, uppsetning og flutningur vinnuvéla
  6. Vélfræði, rafgeymar og hleðsluklefar fyrir rafgeyma
  7. Lyftarar og lyftitæki í skráningarflokkum J og K, meðferð á vörubrettum og vörum
  8. Jarðvinnuvélar, gröfur, traktorsgröfur, ámokstursskóflur, jarðýtur, vegheflar, dráttarvélar og smávinnuvélar í skráningarflokkum E, F, G, H, I. Auk kafla um öryggi við skurðgröft
  9. Kranar, byggingakranar, hleðslukranar, vökvakranar, grindarbómukranar, brúkranar, steypudælukranar og körfukranar í skráningarflokkum A, B, C, D og P. Auk kafla um hífivíra, stuðningsfætur, fjarstýringar krana, að hífa fólk með krana og merkjakerfi fyrir kranastjórn
  10. Útlagningarvélar, fræsarar og valtarar í skráningarflokkum L og M

  Vinnuverndarskólinn hvetur nemendur til að halda sig að náminu þegar það er hafið og ljúka að jafnaði einum kafla á dag

  Ávinningur

  Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að námskeiði loknu. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu, en öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum nemenda.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er aðgengilegt öllum sem náð hafa 16 ára aldri en til þess að geta fengið fullgild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf. 

  Dagsetningar

  Hægt er að skrá sig á námskeiðið og hefja nám hvenær sem er frá þeim degi. Þátttakendur geta lagt stund á námið á sínum hraða og þannig hentar námskeiðið vel með vinnu. Ljúka þarf námskeiðinu innan tveggja mánaða eftir að skráning hefur borist, en reikna má með að það taki í það minnsta 10-12 daga að lágmarki.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 63.000 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Vinnuvernd 101

  Námskeiðið Vinnuvernd 101 fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Námið er einnig í boði á ensku.

  Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk vinnustaða til að allir hafi breiða almenna þekkingu á vinnuvernd og öryggsimálum. Fjallað verður um það sem lög og reglugerðir segja að allir vinnustaðir verði að uppfylla.

  Á námskeiðinu verður farið yfir það sem skiptir mestu máli á stuttan og hnitmiðaðan máta, m.a. verður fjallað um:

  • Vinnuverndarstarf sem þarf að fara fram á öllum vinnustöðum
  • Skipan og hlutverk öryggisnefnda, öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða
  • Skipulag og kröfur varðandi áhættumat starfa
  • Hvaða vinnuslys á að skrá og tilkynna
  • Helstu forvarnir vegna vinnuslysa
  • Sálfélagslegt áhættumat, stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni
  • Líkamlegt álag, hávaða, loftræstingu og meðferð hættulegra efna

  Þátttakendur fá send námsgögn í tölvupósti, hlekki á þrjá bæklinga sem þeir lesa og 6 fyrirlestra, u.þ.b. 40 mín. samtals sem þeir horfa á. Að lokum taka þátttakendur stutt gagnvirkt krossapróf úr efninu.

  Nánari upplýsingar og skráning

  Þar sem námskeiðið er kennt í fjarnámi er hægt að hefja nám hvenær sem er og vinna á sínum hraða.

  Verð fyrir einstakling er 11.900 kr. en námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir hópa frá sama fyrirtæki. Boðið er upp á hópaafslætti.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Námskeiðið er sett upp fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig eftir frekara samkomulagi.

 • Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

  Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt og helstu reglugerðir sem settar eru í samræmi við þau.

  Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum. 

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu/fjarkennslu. Í fjarnámi fá nemendur stutt heimaverkefni sem farið verður yfir í fjarkennslu í Teams. Fjarkennslan býður upp á gagnvirkni, spurningar og umræður. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu/fjarkennslu. Þar fer kennari stuttlega yfir aðalatriði í efninu, svo eru unnin einstaklingsverkefni og hópverkefni. Í kennslustofu/fjarkennslu er gert ráð fyrir líflegum skoðanaskiptum og uppbyggjandi umræðum um vinnuverndar- og öryggismál. Námskeiðið byggir á námskrá um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.

  Ávinningur

  Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla að betri líðan starfsmanna. 

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 32.000 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu/fjarkennslu.

  Skráning á námskeið

   
 • Námskeið um áhættumat starfa

  Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumats, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat (greining og mat) og áætlun um heilsuvernd (úrbætur).

  Kennd er einföld og markviss aðferð „sex skref við gerð áhættumats“ sem byggist á notkun vinnuumhverfisvísa/gátlista.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins og svo eru unnin hópverkefni í gerð áhættumats.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er fyrir starfsmenn allra vinnustaða sem hafa hug á að gera áhættumat og þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum. 

  Ávinningur

  Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og eiga auðvelt með að gera áhættumat á vinnustaðnum sínum eftir námskeiðið.  

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 3 klst. í kennslustofu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 19.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Námskeið um einelti og áreitni - stefnu og viðbragðsáætlun

  Hvernig er þitt fyrirtæki í stakk búið til þess að takast á við einelti og áreitni á vinnustað? Er viðbragðsáætlun til staðar? Hvar er hana að finna? Þekkja stjórnendur og starfsfólk rétt viðbrögð komi slík tilfelli upp?

  Á námskeiði Vinnuverndarskóla Íslands um einelti og áreitni, stefnu og viðbragðsáætlun er meðal annars fjallað um:

  • Hvernig einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi eru skilgreind
  • Hvað vinnustaðir geti gert til þess að draga úr líkum á einelti og áreitni
  • Skyldur vinnustaða við gerð sálfélagslegs áhættumats
  • Mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum, komi þau upp

  Nemendur vinna verkefni um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni á vinnustað.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Áður en nemendur mæta til kennslu, hvort sem er í fjarkennslu eða kennslustofu, fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér. Í kennslu byrjar kennarinn á að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru unnin verkefni og tækifæri gefst til spurninga og samtals. 

  Fjarkennsla fer fram í gegnum forritið Microsoft Teams.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er fyrir starfsfólk meðalstórra og stærri fyrirtækja (a.m.k. 10 starfsmenn og fleiri) en allir sem hafa áhuga á efninu eru velkomnir.

  Ávinningur

  Meiri þekking á einelti og áreitni og tengslum þess við vinnuumhverfi og vinnuskipulag. Þekking á því hverning á að gera stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni. 

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. 

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

   
 • Námskeið um vinnu í hæð - fallvarnir

  Hvað er vinna í hæð? Hvenær á að hefja undirbúning fyrir vinnu í hæð?

  Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum fjölda leiða sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl. Fjallað verður ítarlega um nýlega reglugerð um röraverkpalla (2018). Hægt er að fá námskeiðið metið sem hluta af námskeiði um röraverkpalla.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Nokkru áður en námskeiðið hefst fá þátttakendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta til kennslu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni. Kennslan byggist upp á fyrirlestri, myndum og spurningum.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla sem þurfa að vinna í hæð eða eru að skipuleggja vinnu í hæð.

  Ávinningur?

  Aukin þekking á fallvörnum og meiri líkur á að koma í veg fyrir fallslys úr hæð.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klukkustundir í kennslustofu eða fjarkennslu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 11.900 kr. á mann. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en fjarnámstíminn hefst.

  Skráning á námskeið

   
 • Verkstjóranámskeið

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur verkstjóra á vinnustað. Allur búnaður á að vera góður og öruggt skipulag verður að ríkja á vinnustað sem verkstjóri hefur umsjón með. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka vinnuverndar, s.s. áhættumat, hávaða, lýsingu, inniloft, efni og efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og notkun persónuhlífa. Talað verður sérstaklega um ábyrgð og skyldur verkstjóra á vinnu ungs fólks.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir til kennslu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unninn verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla verkstjóra, flokkstjóra og aðra stjórnendur fyrirtækja.

  Ávinningur

  Aukin þekking á ábyrgð og skyldum verkstjóra varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Þekking á vinnuverndarmálum, tækifær til að bæta hjá sér vinnuumhverfið og fækka slysum og veikindadögum.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

   
 • Vinnuslys

  Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum því slys? Hvaða vinnuslys á að skrá innanhúss og hvaða vinnuslys á að tilkynna Vinnueftirlitinu? Hvers vegna er mikilvægt er að skrá vinnuslys skipulega og miðla upplýsingum um þau?

  Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau. Hugmyndafræði „Safety 2“ er kynnt stuttlega en það er ný nálgun á því hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys. Nemendur gera hópverkefni og greina orsakir vinnuslysa.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og hópverkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk allra vinnustaða sem vilja reyna að koma í veg fyrir vinnuslys og bæta hjá sér vinnuumhverfið.                                                                                   

  Ávinningur

  Aukin þekking á vinnuslysum og góður möguleiki á að koma í veg fyrir þau eða fækka þeim.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst

  Skráning á námskeið

 • Öryggismenning

  Miklar framfarir hafa náðst síðustu áratugi í efnislegu og tæknilegu öryggi á vinnustöðum t.d. við hönnun vinnustaða, véla og tækja. Til þess að ná lengra í öryggismálum og fækka vinnuslysum enn frekar þarf að beita nýjum aðferðum.

  Það þarf að skoða sálræna og félaglega þætti í samspili við vinnuskipulag og vinnuumhverfi.

  Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda til langs tíma. Efnið er byggt á sænskri aðferðafræði sem kallast „Byggt á öryggi“ en gefin var út bæklingur árið 2009 með sama heiti. Hugmyndafræði „Safety II“ verður einnig kynnt. 

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verða verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið er hugsað fyrir lengra komna í vinnuverndarmálum, t.d. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, verkstjóra og stjórnendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur þekki hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða og kunni góð skil á áhættumati.                                                                                   

  Ávinningur

  Þátttakendur kynnast nýrri hugmyndafræði til að auka öryggi á vinnustaðnum og fækka vinnuslysum.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. 

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Skráning á námskeið

 • Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnenda varðandi það að gæta fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. áhættumat, hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, vinnuslys og slysavarnir. Sérstaklega verður fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni.   

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir til kennslu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og gerð stutt verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Alla stjórnendur fyrirtækja og stofnanna.                                                                                  

  Ávinningur

  Aukin þekking á ábyrgð og skyldum stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið. Góður möguleiki á að fækka slysum og veikindadögum og stuðla þannig almennt að betri líðan starfsfólks.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. 

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

 • Öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur starfsfólks á vinnustað. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Fjallað verður um vinnuverndarstarf, öryggisnefndir, áhættumat, notkun persónuhlífa, notkun hnífa, hávaða, lýsingu, hættuleg efni og inniloft, líkamsbeitingu, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Sérstaklega verður farið yfir forvarnir vegna vinnuslysa með áherslu á vélar og tæki og notkun vinnuvéla.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verða verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Allt starfsfólk hjá fiskvinnslufyrirtækjum.           

  Ávinningur

  Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 15.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Öryggisnámskeið fyrir stjórnendur í fiskvinnslu

  Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnanda á vinnustað. Allur búnaður á að vera góður og öruggt skipulag verður að ríkja á vinnustað sem stjórnandi hefur umsjón með. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

  Fjallað verður um vinnuverndarstarf, öryggisnefndir og áhættumat, hávaða, lýsingu, hættuleg efni og inniloft, líkamsbeitingu, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni.

  Sérstaklega verður farið yfir forvarnir vegna vinnuslysa með áherslu á vélar, tæki og vinnuvélar. Að lokum verður fjallað um ábyrgð stjórnenda á öryggismenningu. Hugmyndafræði „Safety II“ verður kynnt stuttlega.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið?

  Námskeiðið hentar stjórnendum í fiskvinnslu sem vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum. 

  Ávinningur

  Aukin þekking á ábyrgð og skyldum stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Einnig þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum, veikindadögum og stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 5 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Námskeiðið kostar 29.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. Veittur er afsláttur fyrir hópa og er frítt fyrir þriðja hvern þátttakanda frá sama fyrirtæki.

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

  Skráning á biðlista

 • Námskeið um heita vinnu – Logaleyfi

  Farið er yfir mismunandi tegundir af heitri vinnu. Nemendum er gerð grein fyrir hættum sem tengjast heitri vinnu. Nemendum er kennt mikilvægi verklags við heita vinnu til þess að koma í veg fyrir óhöpp og vinnuslys. Kynntar eru reglur og gögn um heita vinnu. Nemendum eru kynntar skyldur og ábyrgð, verkkaupa, verksala og starfsmanna við heita vinnu. Farið er yfir búnað sem notaður er við heita vinnu og hvernig skal velja hann fyrir mismunandi aðstæður.  

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni. Námskeiðinu líkur með prófi (lágmarkseinkunn 8,0).

  Fyrir hverja er námskeiðið? 

  Alla sem vinna heita vinnu.

  Ávinningur 

  Aukin þekking á kröfum, búnaði og verklagi við heita vinnu.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

 • Námskeið um öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarvinnustaði og mannvirkjagerð

  Á byggingarvinnustað þar sem samtímis starfa tveir eða fleiri atvinnurekendur eða verktakar og starfsmenn eru fleiri en tíu skal verkkaupi (eða fulltrúi hans) sjá til þessa að gerð sé öryggis- og heilbrigðisáætlun.

  Slíka áætlun skal einnig gera ef byggingarvinna er hættuleg. Áætlunin skal liggja fyrir áður en vinna hefst. Tilgangurinn með þessari áætlun er að tryggja samræmt vinnuvendarstarf allra sem vinna á staðnum til að auka öryggi við framkvæmd vinnunnar. Áætlunin er einnig stjórntæki fyrir sameiginlegt öryggisstarf á vinnustaðnum. Í áætluninni skal m.a. greina þær hættur sem kunna að vera til staðar með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og hvaða forvarnir verða gerðar. Fjallað verður um tengsl öryggis- og heilbrigðisáætlunar á byggingarvinnustað og „áhættumats starfa“ samkvæmt reglugerð nr. 920/2006.

  Uppbygging

  Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins svo eru umræður og unnin verkefni.

  Fyrir hverja er námskeiðið

  Verkkaupa, samræmingaraðila á byggingarvinnustað, byggingarstjóra, öryggisstjóra, verkstjóra og alla áhugasama um öryggismál við byggingarvinnu.

  Ávinningur

  Eftir námskeiðið geta nemendur gert öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir alla hefðbunda byggingarvinnustaði.

  Lengd

  Undirbúningur heima eða á vinnustað og 3 klst. í kennslustofu.

  Dagsetningar

  Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Næstu námskeið verða auglýst snemma á árinu 2020. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

  Verð, nánari upplýsingar og skráning

  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.

  Engar dagsetningar liggja fyrir eins og er, en áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér fyrir neðan.

 • Áhættumat fyrir eldhús - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Hættur við jarðorkuvinnslu - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Röraverkpallar - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Vinna í lokuðu rými - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Vinna í opnu rými - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Vinnuvernd fyrir ný fyrirtæki eða fyrirtæki sem er verið að stofna - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Vinnuverndarnámskeið á flugvöllum - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. 

 • Þjónustuaðilar í vinnuvernd - Væntanlegt

  Unnið er að undirbúningi þessa námskeiðs. Nánari upplýsingar á vinnuverndarskoli@keilir.net

  Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við.