Fara í efni

Um Vinnuverndarskólann

Smelltu hér fyrir námsframboð Vinnuverndarskóla Íslands

Skólinn hóf starfsemi í lok ársins 2019 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Skólinn stefnir að því að nýta ávallt nýjustu tækni og kennsluaðferðir til að hámarka afköst og nýtni. Sem dæmi þar um má nefna vendinámsfyrirkomulag þar sem bókleg kennsla fer fyrst og fremst í gegnum netið en nemendur mæta svo í staðlotur í verklega vinnu og námsmat. Nemendur hafa því mikinn sveigjaleika varðandi námstíma og geta unnið námsefnið hvar og hvenær sem þeim hentar.              

Byrjaðu nám hvenær sem er og stundaðu á eigin hraða

Á opnum fjarnámskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs. Allt efni er aðgengilegt um leið og hægt er að skoða það eins oft og hver og einn þarf. Námsmat er framkvæmt með stuttum krossaprófum sem ljúka þarf áður en haldið er áfram í næsta hluta námskeiðsins.

Námskeið með vendinámsfyrirkomulagi

Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu á námskeið með staðlotu.  Lífleg skoðanaskipti og fróðlegar samræður eiga  sér gjarnan stað. Staðlotur eru haldnar í húsnæði Keilis á Ásbrú Reykjanesbæ.

Umsjón

Verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands er Bjartmar Steinn Steinarsson 

Bjartmar hefur margvísilegt nám að baki og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann hefur lokið diplómunámi í menntunarfræðum (kennsluréttindi), meistaranámi í forystu og stjórnun, B.S. í sálfræði ásamt því að stunda nám í jákvæðri sálfræði.  Af fyrri störfum má nefna verkefnastjóri hjá Landspítalanum, deildarstjóri og kennari hjá Laugalandsskóla, ráðgjafi og deildarstjóri hjá Klettabæ.