Fara í efni

Nám í tölvuleikjagerð vekur athygli

Frá Tæknideginum í Holtaskóla
Frá Tæknideginum í Holtaskóla

Kennarar, starfsfólk og nemendur hins nýja Menntaskóla á Ásbrú hafa að undanförnu tekið þátt í fjölmörgum verkefnum og kynningum. Skólinn sem býður einn framhaldsskóla upp á nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hefur vakið eftirtekt og athygli vegna nýstárlegra kennsluhátta og nútímalegs námsrýmis sem aðlagar sig að þörfum nemenda.

Menntaskólinn á Ásbrú tók virkan þátt í Tæknidegi Holtaskóla í Reykjanesbæ í byrjun nóvember. Tæknidagurinn fór fram í fyrsta skipti og var nemendum skólans boðið upp á bæði kynningar og hagnýt verkefni. MÁ setti upp starfsstöðvar fyrir nemendur þar sem unnið var með tölvuleikjagerð og karaktersköpun í tölvuleikjum. Nemendur Menntaskólans sýndu frá sínu eigin tölvuleikjum sem þau hafa þróað undanfarið í Unity forritunu og sögðu frá vinnu sinni.
 
Þá tók MÁ þátt í Unglingalistadögum Hins hússins í lok október, en þar var nemendum með áhuga á öllum listrænu hliðum tölvuleikjagerðar í hugmyndavinnu til spilanlegs tölvuleiks. Viðburðurinn sem nefndist „Tölvur og listir“ lagði sérstaka áherslu á allar þær ólíku listgreinar sem tengjast gerð tölvuleikja.