Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Thompson Rivers University í Kanada býður upp á spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Sport Certificate) í samstarfi við Heilsuakademíuna. Um er að ræða 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi meðan verklegt nám á sér stað víðsvegar um náttúru Íslands.

Boðið hefur verið upp á námið frá því í ágúst 2013 og hafa tæplega hundrað nemendur útskrifast úr náminu síðan þá, íslenskir sem erlendir. Hlutfall erlendra nemenda hefur aukist á milli ára og eru nú um helmingur nemenda af erlendu bergi brotnir. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna

Hafa samband

Sækja um

 • Er leiðsögunám í ævintýraferðamennsku fyrir mig?

  Námið er grunnur að helstu þáttum ævintýraferðamennsku. Það hentar þeim sem vilja:

  • Kynnast starfi ævintýraleiðsögumannsins
  • Bæta við þekkingu sína á ævintýraferðamennsku
  • Skoða möguleikann á að gera ævintýraleiðsögn að starfsframa
  • Fara í hlutfallslega stutt og hnitmiðað nám
  • Hafa möguleika á að fara í nám sem gefur möguleika að fá metið í framhaldsnám
 • Ævintýraleiðsögn við Thompson Rivers University

  Boðið er upp á námið í nánu samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada og útskrifast nemendur með alþjóðlega viðurkennt skírteini frá þeim (Adventure Sport Certificate). TRU er einn virtasti háskóli í heimi sem býður nám í ævintýraleiðsögn, en meðal útskrifaðra nemenda þeirra eru nokkrir íslenskir leiðsögumenn.

  Kennarar koma bæði frá Íslandi og erlendis frá, en námið fer allt fram á ensku. Námið byggir að miklu leyti á vettvangsnámi í náttúrunni ásamt þéttri dagskrá í bóklegum fögum. Allar einingar námsins eru matshæfar í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku. Nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám í ævintýraferðamennsku innan TRU, geta farið beint inn í eftirfarandi nám: Adventure Guide Diploma, Adventure Management Diploma eða í fullt nám til BS gráðu í Adventure of Tourism Management.

  Thompson Rivers University (TRU)

  TRU býður uppá eitt virtasta og yfirgripsmesta leiðsögumannanám í ævintýraferðamennsku sem völ er á. Skólinn skapar einstaka námsupplifun sem þróar með nemandanum líkamlegan, andlegan og tilfinningalegan þroska sem nýtist á alþjóðlegu sviði ævintýramennsku og leiðsagnar. Nánari upplýsingar um Thompson Rivers University, leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og möguleika á framhaldsnámi, má nálgast á heimasíðu TRU.

 • Samsetning náms

  Rúmlega helmingur námsins er verkleg kennsla og fer megnið af henni fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Fjórir áfangar af tólf í náminu eru bóklegir en að auki eru tveir áfangar að hluta til á bókina. Bóklegir áfangar eru að mestu kenndir yfir vetrarmánuðina nóvember til febrúar. Bóklegt nám fer fram í fjarnámi. Flestir kennarar námsins eru menntaðir frá Thompson Rivers University og allir hafa þeir viðamikla reynslu í hinum ýmsu störfum innan ferðamannageirans.

  Um er að ræða fullt nám og því ekki mælst til með að vera í vinnu samhliða. Hvort hægt sé að vera í hlutastarfi meðfram náminu er spurning um eðli vinnunnar og skipulagshæfileika hver og eins.

  Hér að neðan má finna áfangalýsingar bóklegra og verklegra faga námsins. Lýsingarnar eru á ensku.

  • Avalanche Skills Training Level 1

   In this course students will learn how to recognize avalanche terrain and how to self-rescue. An AST 1 is 2 days in the classroom and 1 day in the field. Students will learn about avalanche formation and release, identify avalanche terrain, the basics of trip planning, optimal use of tools and resources like the avalanche forecast to mitigate the avalanche risk, use appropriate travel techniques in avalanche terrain, and introduction to companion rescue.

  • The Wilderness Environment

   The content of this 3-week classroom course is designed to give the students an overview of the elements that form our wilderness environment, as well as explore their relationships with adventure guiding. Geographic features, differing wilderness environments, mountain geomorphology, weather, climate, glaciology, current environmental concerns, etc., are subjects that will be studied. A portion of this course will also be devoted to current and future issues affecting the wilderness environment and their impacts on adventure guiding. As adventure guides, in depth knowledge of the wilderness environment is necessary from both a value added and a safety perspective.

  • Winter Camping

   The 3-day winter module builds on the concepts that were delivered and practiced in the Fall during Wilderness Travel. This module will focus on the skills unique to a winter environment, helping students to develop a foundation towards effective wilderness living skills in a winter environment. Personal preparedness, personal care and trip planning are the foundations of individual and group travel in the wilderness environment. This course will cover the theoretical and philosophical components of fundamental winter wilderness living skills and knowledge.  

  • The Adventure Tourism Industry

   This 3-week classroom course will explore the origins of the tourism industry and the adventure tourism sectors, explore their differences, their philosophical foundations and historical roots, past and future trends, as well as current issues. Students will also be exposed to key organizations, government agencies as well as explore career possibilities in the tourism industry and the adventure tourism sector.

  • Wilderness First Responder

   The Wilderness First Responder 8-day (80 hour) course is designed to provide participants with the tools to make critical medical and evacuation decisions in remote locations. Classroom lectures and demonstrations are combined with realistic scenarios where mock patients will challenge you to integrate your learning. Learning takes place both in the classroom and in outdoor settings regardless of weather conditions. Upon successful completion of the course, students will obtain Wilderness First Responder and CPR-C certification through Wilderness Medical Associates International. 

  • Expediction Planning

   This 3-week classroom course is concerned with the planning and leadership of local and international adventure expeditions. Aspects of expedition planning include research and analysis of local and international expeditions, finding inspiration and resources, goals and mission statements, risk management, equipment and communication, planning timelines and implementing schedules, creating and using a budget, sponsorship, food planning, physical and mental training, and permit acquisition. Aspects of expedition leadership include participant selection, expedition dynamics, leadership styles and group decision-making, expedition behaviour, commercial expeditions and client expectations, cultural considerations in an international setting, dealing with adversary and uncertainty, and recording and reflecting.

  • Guiding Leadership

   This 3-week classroom course explores the role of leadership as it applies to guiding in a wilderness adventure environment. Topics include philosophical origins of leadership, individual behaviour and motivation, emotional intelligence, effective communication, self-disclosure, leadership theories, group development and dynamics, problem solving and conflict resolution, teaching and instructing, facilitation, and decision-making.

  • Glacier Skills

   Glacier Skills is a 6-day training course for guiding on outlet glaciers in the summer under supervision by standards set by the Association of Icelandic Mountain Guides (AIMG). Students will show adequate performance in the glacier environment to guide under supervision on outlet glaciers with no snow cover in Iceland. This will involve equipment, route selection, client care, logbooks, rescue, and hazard management.

  • Whitewater Kayak 1

   This 5-day course is designed to introduce students to the foundational techniques and concepts of whitewater kayaking. Students will develop the skills and knowledge necessary to identify and manage river hazards and successfully navigate whitewater rapids up to class 3. Skill development in this course lays a foundation for future whitewater kayaking, rafting, and sea kayaking.

  • Swift Water Rescue Technician

   Swift Water Rescue Technician is a 5-day course designed to teach basic safety and rescue skills in a class 2/3 swift water environment. Students will train with shore and water-based rescue techniques, perform rescues in moving water, create improvised rescue systems, and utilize simple mechanical advantage rope systems. The course is taught through a combination of dry land classroom sessions, on-water skill development sessions, and practical rescue simulations. Successful completion of the course will result in an IRIA Swift Water Rescue Technician certification.

  • Wilderness Travel

   This course reviews the theoretical and practical aspects of wilderness travel and is an introduction to the organization of wilderness trips. It consists of a 5-day classroom theory component and a 5-day backpacking module. This course is the foundation of the program and a prerequisite for all other courses. Classroom topics include: theory related to clothing, equipment, navigation, environmental concerns, travel techniques, and trip planning. Field topics include: navigation, route selection, group management, pacing, minimum impact camping, and hazard awareness.

  • Rafting 1

   The general objectives of this course are to enable the participants to safely guide and operate, paddle powered commercial river rafts in Class 2+ rapids. Course topics include rafting equipment, maintenance, paddle rafts, case studies, raft management, and guest management. Upon completion of the course, students will be awarded the “Trainee” status through the International Rafting Federation. It is possible for students to obtain the IRF Level 2 or Level 3, if they do 10 days of guiding after the Rafting 1 course.

  • Whitewater Kayak 2

   This course is structured for students who have prior whitewater kayaking experience and are comfortable manoeuvring in class 2+ whitewater (novice/intermediate level). Emphasis will be placed upon intermediate skills development including: group and self-rescue, eddy turns & ferrying, surfing, group management and leadership. This course will prepare students to safely paddle up to class 3 waters independently and safely lead small groups on class 2 whitewater river sections. It is a prerequisite for all students wishing to progress on to ADVG 2530 and the Level 1 Kayak Instructor through Canoe Kayak B.C.

  • Rock Climbing 1

   This is a rock climbing personal skill development course designed to build a foundation in industry standard systems. Areas that are emphasized include hazard management, related communication and movement skills, rope & equipment handling, knots and systems, traditional and fixed protection use, belay systems and anchors, and leading strategies. Students will have the opportunity to lead climb on both bolted and gear routes by the end of the course. Upon completion of the course the student may be recommended for the Canadian Mountain and Ski Guide - Climbing Gym Instructor Level 1 and Tope Rope Climbing Instructor certifications.

  • Sea Kayak 1

   A 10-day introduction course (2 days in the classroom and 8 days in the field) designed to expose students to the fundamentals of sea kayak guiding. Emphasis is placed on: navigation, rescue techniques, surf zone skills, open coast skills, weather, leadership and natural history. Upon completion of the course, students have the opportunity to be awarded the ISKGA Fundamentals Level 2 certification, obtaining a number of modules necessary to become and ISKGA Coastal Guide. 

  • Mountaineering 1

   This is an 8-day mountaineering skills development course, covering mountaineering equipment, glacier travel, mountain safety, snow anchors, mountaineering techniques and peak ascents. On the last day, students will have the possibility of being examined and obtaining their Hard Ice 1 certification through the Association of Icelandic Mountain Guides (AIMG).

  • Ski Tour 1

   A 6-day ski touring skills development course.  This is a preparation course for the ACMG training scheme.  Areas that will be stressed include:  navigation, tracksetting, emergency winter camping, downhill skiing, basic avalanche terrain assessment and avalanche rescue skills.  It is mandatory that students have prior downhill skiing experience.

 • Inntökuskilyrði

  Umsækendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Veittar eru undanþágur í ákveðnum tilvikum en krafa er gerð um að umsækendur hafi lokið minnst helming eininga til stúdentsprófs. Við mat á inntöku mun Keilir meta allar umsóknir eftir menntun, fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum.

  Þar sem um er að ræða grunnám í ævintýraleiðsögn er ekki gerð krafa um fyrri reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti.

 • Kennslualmanak

 • Algengar spurningar um námið

  Vegna fjölda fyrirspurna höfum við sett inn svör við nokkrum af algengustu spurningum sem okkur hafa borist, ásamt tengli á heimasíðu TRU sem inniheldur mest allar upplýsingar að útlistun námsbrautarinnar.

  • Er hægt að taka þetta með vinnu?

   Um er að ræða fullt nám og því ekki mælst til með að vera í vinnu samhliða.  Hvort hægt sé að vera í hlutastarfi meðfram náminu er spurning um eðli vinnunnar og skipulagshæfileika hver og eins.

  • Er krafa um stúdentspróf?

   Sömu forkröfur eru í námið og almennt eru í kanadíska háskóla. Samkvæmt inntökuskilyrðum TRU þarf íslenskur umsækjandi að hafa náð 19 ára aldri og hafa klárað stúdentspróf. Hægt er að veita undanþágur í ákveðnum tilvikum þar sem þó er krafist minnst helming eininga til stúdentsprófs.

   Við mat á inntöku mun Keilir meta allar umsóknir eftir menntun, fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum.

  • Er krafa um reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti?

   Nei – námið er grunnnám í ævintýraferðamennsku.

  • Hvað kostar námið?

   Allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.

   Skólagjöld fyrir námsárið 2021-2022 eru 1.458.000 kr. Þegar umsókn er samþykkt, fær umsækjandinn reikning að upphæð 75.000 kr. sem er óendurkræft skráningargjald og dregst sú upphæð frá námsgjöldum haustannar. 

   Innifalið í skólagjöldum er aðgangur að sérhæfðu búnaði fyrir verklega áfanga, ásamt ferðum og gistingu á meðan á verklegum áfögnum stendur. Námsgjöldin ná ekki yfir gistingu og uppihaldi á meðan á bóklegum áföngum stendur eða þegar áfangar eru kenndir í og við Keili.

   Námið er lánshæft hjá Menntasjóðs (áður Lánasjóður íslenskra námsmanna) og fellur undir Nám er tækifæri námsátaks VMST á komandi skólaári.

  • Er námið lánshæft?

   Já. Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate) er lánshæft hjá Menntasjóðs (áður Lánasjóður íslenskra námsmanna) og fellur undir Nám er tækifæri námsátaks VMST á komandi skólaári. Bæði er lánað fyrir skólagjöldum og framfærslu en það er persónubundið hvert hlutfall lána er til viðkomandi nemenda.  Á vefsíðu LÍN má finna reiknivél sem hægt er að sjá hlutfall námslána.

   Ath. að til að vera lánshæfur, þarf nemandi að vera skráður í fullt nám, eða 60 ECTS einingar á tveimur samliggjandi önnum.

  • Hvað þarf ég að eiga af búnaði?

   Smelltu hér til að sjá lista af búnaði sem mælt er með að eiga í þegar komið er í námið. Listinn er á ensku.

  • Hverjir kenna í náminu?

   Flestir kennarar námsins eru menntaðir frá Thompson Rivers University og allir hafa þeir viðamikla reynslu í hinum ýmsu störfum innan ferðamannageirans.

  • Hvenær hefst námið?

   Kennsla fyrir námsárið 2021 - 2022 hefst í lok ágúst 2021. Umsóknarfrestur um nám er til júní 2021.

  • Hversu mikill er bóklegi hluti námsins?

   Rúmlega helmingur námsins er verkleg kennsla og fer megnið af henni fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Fjórir áfangar af tólf í náminu eru bóklegir en að auki eru tveir áfangar að hluta til á bókina. Bóklegir áfangar eru að mestu kenndir yfir vetrarmánuðina nóvember til febrúar. Stefnt er á að blanda bóklegri kennslu með staðarnámi og fjarnámi í framtíðinni.

 • Hvað kostar námið?

  Allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.

  Skólagjöld fyrir námsárið 2021-2022 eru 1.458.000 kr. Þegar umsókn er samþykkt, fær umsækjandinn reikning að upphæð 75.000 kr. sem er óendurkræft skráningargjald og dregst sú upphæð frá námsgjöldum haustannar. 

  Innifalið í skólagjöldum er aðgangur að sérhæfðu búnaði fyrir verklega áfanga, ásamt ferðum og gistingu á meðan á verklegum áfögnum stendur. Námsgjöldin ná ekki yfir gistingu og uppihaldi á meðan á bóklegum áföngum stendur eða þegar áfangar eru kenndir í og við Keili.

  Námið er lánshæft hjá Menntasjóðs (áður Lánasjóður íslenskra námsmanna) og fellur undir Nám er tækifæri námsátaks VMST á komandi skólaári.

 • Umsagnir nemenda - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

  Hér má lesa umsagnir nokkurra nemenda sem hafa lokið leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Thompson Rivers University og Keilis.

  • Tinna María Halldórsdóttir - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

   Tinna kláraði leiðsögunám í ævintýraferðamennsku árið 2015. Hún starfar nú hjá Icelandic Mountain Guides.

   „Áður en ég byrjaði í skólanum var ég búin að vara í hjálpasveit í rúm sjö ár þar sem ég fékk mest allan áhuga á útivist ásamt því að hafa verið í skátum frá átta ára aldri. Sumarið áður en ég byrjað í Keili fékk ég vinnu hjá Icelandic Mountain Guides og var þá aðlega bara í stuttu ferðunum sem eru 2-4 tímar á jökli. 

   Í dag er ég enn hjá þeim og er miklu meira í dagsferðum sem byrja og enda í bænum. Þar sé ég til dæmis um ísklifur, hellaferðir, norðurljósaferðir og meira.“

  • Guðmundur Fannar Markússon - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

   Guðmundur Fannar Markússon (Mummi) útskrifaðist úr Leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku 2014.

   „Ári eftir að ég kláraði leiðsögunámið í ævintýraferðamennsku hjá Keili stofnaði ég ásamt unnustu minni, fyrirtækið Kind Adventure. Á sama tíma og við stofnum fyrirtækið erum við einnig að taka við búskap rétt austan við Kirkjubæjarklaustur sem telur um 350 ær. Okkar aðalástríða er fjallahjólamennska og því eru ferðirnar okkar að mestu leyti með fjallahjólaívafi en þó þannig að það henti breiðum hópi. Í fyrra (2016) ákváðum við að skipta hjólunum alfarið yfir í svokölluð Fatbike, en með þeim opnast ný tækifæri í vetrarhjólamennsku. 

   Við bjóðum upp á allt frá stuttum tveggja tíma hjólaferðum í nágrenni Klausturs upp í dagsferðir þar sem farið er í hellaskoðun og hjólað, og síðast en ekki síst tveggja daga hjólaferð um Lakasvæðið þar sem gist er í eina nótt í notalegum fjallaskála. Þessar ferðir eru ævintýri líkast enda hefur svæðið hér í nágrenni Kirkjubæjarklausturs endalaust af fallegri náttúru og möguleikum til útivistar.“

  • Bergrún Helgadóttir - Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

   Bergrún lauk leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University árið 2015.

   „Ég starfa sem leiðsögumaður fyrir Midgard Adventure á Hvolsvelli, starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Ég keyri jeppa, geng á jökla og hjóla svo fátt eitt sé nefnt. Besta við vinnuna mína er að fá að kynnast svona mörgum og sýna fólki ótrúlega landið okkar. Námið opnaði margar dyr fyrir mér.“

 • Nánari upplýsingar

  Nánari upplýsingar um námið veitir Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku. 

  Boðið hefur verið upp á námið frá því í ágúst 2013 og hefur Keilir síðan þá útskrifað tæplega hundrað nemendur, bæði íslenska og erlenda. Hlutfall erlendra nemenda hefur aukist á milli ára og eru nú um helmingur nemenda af erlendu bergi. 

  • Námið er lánshæft hjá Menntasjóðs (áður Lánasjóður íslenskra námsmanna)
  • Námið fellur undir Nám er tækifæri námsátaks VMST á komandi skólaári
  • Nánari upplýsingar eru einnig að finna á heimasíðu TRU