Fara í efni

Vel heppaðar Þjálfarabúðir - myndir

Charles Staley kenndi Ólympískar lyftingar á Þjálfarabúðunum
Charles Staley kenndi Ólympískar lyftingar á Þjálfarabúðunum
Þjálfarabúðir Heilsuskóla Keilis voru haldnar 22.-24. september. Þátttakendur voru um 90 og leiðbeinendur komu allir frá Bandaríkjunum.

Þjálfarabúðir Heilsuskóla Keilis voru haldnar 22.-24. september. Þátttakendur voru um 90 og leiðbeinendur komu allir frá Bandaríkjunum.

Þetta voru þriðju Þjálfarabúðir Heilsuskólans. Þátttakendur áttu það allir sameiginlegt að starfa við að veita ráðleggingar um hreyfingu og heilsueflingu, ýmist sjúkraþjálfarar, einkaþjálfarar, íþróttaþjálfarar eða íþróttakennarar. Leiðbeinendur voru þeir Michael Boyle, dr. Chris og dr. Kara Mohr og Charles Staley. 

Þátttakendur voru almennt virkilega ánægðir með alla dagana og spenntir að vita hvaða fyrirlesarar komi næst en til stendur að halda Þjálfarabúðir einu sinni á ári og halda áfram að bjóða ötullega uppá endurmenntunarnámskeið fyrir þjálfara með íslenskum og erlendum leiðbeinendum.

Myndir frá Þjálfarabúðunum má finna á Facebook síðu Keilis. www.facebook.com/keilir

Næsta námskeið Heilsuskólans verður 22. október. Námskeiðsefnið er styrktarþjálfun barna og unglinga í hópíþróttum og leiðbeinandi er Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari B.Sc.