Fara í efni

Umsóknarfrestir hjá ÍAK

Umsóknarfrestur í ÍAK einkaþjálfun og ÍAK styrktarþjálfun er til 10. júní næstkomandi.

Teknir verða inn hópar ÍAK einkaþjálfara- og styrktarþjálfaranema haustið 2014 og er umsóknarfrestur til 10. júní næstkomandi. Hægt er að velja um að sækja staðlotur í Reykjanesbæ eða á Akureyri (háð því að lágmarksfjöldi nemenda náist fyrir lok umsóknarfrestar).

Nám Íþróttaakademíu Keilis (ÍAK) leggur áherslu á að mennta veðrandi þjálfara á bæði hagnýtan og fræðilegan hátt með því að brúa bilið á milli vísinda og verkþekkingar. ÍAK þjálfaranámið er menntun sem sannarlega eykur færni og styrkir stöðu metnaðarfullra þjálfara á markaðnum. Námið hefur verið gífurlega vinsælt undanfarin ár, þannig að við ráðleggjum áhugasömum að senda inn umsókn tímanlega.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 70 einingar í framhaldsskóla. Þar af skulu hið minnsta 9 vera í ensku, 6 í íþróttum, 6 í stærðfræði, 3 í eðlisfræði og 3 í upplýsingatækni. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, telja fram íþróttareynslu, segja frá hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám.

Nánari upplýsingar