Fara í efni

Viltu verða ÍAK einka- eða styrktarþjálfari?

Íþróttaakademía Keilis býður upp á krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt nám í ÍAK einka- og styrktarþjálfun, en á undanförnum árum hafa yfir 600 einstaklingar lokið þjálfaranámi við skólann.

Vinsælasta nám Íþróttaakademíunnar er ÍAK einkaþjálfun. Námið hefur verið kennt árlega frá 2006. Meðalaldur ÍAK einkaþjálfaranema eru um 32 ár og fjórðungur þeirra sem nú eru í námi hafa lokið að minnsta kosti einu háskólaprófi. ÍAK styrktarþjálfari er námsbraut sem leggur áherslu á að mennta þjálfara til að starfa með íþróttafólki og íþróttaþjálfurum við að efla líkamsstyrk og snerpu.

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi. Námið miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið.

ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.

Nánari upplýsingar um þjálfaranám í Keili