Fara í efni

Þjálfarabúðir hófust í morgun

Þjálfarabúðir Heilsu- og uppeldisskóla Keilis hófust í morgun. Vel yfir 100 þátttakendur mættu í Andrews leikhúsið til að heyra á dr. Chris Mohr næringarfræðing. Þjálfarabúðir Heilsu- og uppeldisskóla Keilis hófust í morgun. Vel yfir 100 þátttakendur mættu í Andrews leikhúsið til að heyra á dr. Chris Mohr næringarfræðing.

Þátttakendur koma úr öllum áttum en eiga allir það sameiginlegt að starfa við að veita ráðgjöf á sviði heilsu; einkaþjálfarar, sjúkraþjálfarar, íþróttaþjálfarar, næringarfræðingar og íþróttakennarar o.s.frv.

Á morgun mun hinn eini, sanni Michael Boyle fjalla um kosti starfrænnar þjálfunar og á laugardaginn mun Dave Jack fjalla um hvernig góður þjálfari getur orðið bestur og kenna æfingar sem stuðla að hámarks árangri á lágmarks tíma.

Myndir af Þjálfarabúðum