Fara í efni

Þekktur gestakennari í styrktarþjálfaranámi Keilis

Dietmar og nemendur í ÍAK styrktarþjálfun
Dietmar og nemendur í ÍAK styrktarþjálfun

Dietmar Wolf var með staðlotu í ÍAK styrktarþjálfaranámi Keilis í síðustu viku. Dietmar hefur um árabil gegnt stöðu aðalráðgjafa norska kraftlyftingasambandsins og undir þeim titli starfað sem yfirþjálfari norska landsliðsins í kraftlyftingum, haft yfirumsjón með rannsóknum í styrktarþjálfun og verið yfirmaður fræðslumála og þróun æfingarkerfa innan sambandsins.

Árangur Dietmar með norska landsliðið hefur verið mjög góður en hann hefur þokað þeim jafnt og þétt upp styrkleikalistann og skipa Norðmenn nú sæti með fimm sterkustu þjóðum í kraftlyftingaríþróttinni. Árið 2010 var Dietmar heiðraður af evrópska Kraftlyftingasambandinu með því að setja hann á "Hall of Fame" lista sambandsins.

Kynnið ykkur styrktarþjálfaranámið hérna.