Fara í efni

Nýr gestakennari hjá ÍAK

Dr. Bjarki Þór Haraldsson
Dr. Bjarki Þór Haraldsson

Dr. Bjarki Þór Haraldsson hefur verið ráðinn sem gestakennari við ÍAK námið í styrktarþjálfun. Hann mun kenna kúrs í afkastamælingum íþróttamanna.

Bjarki Þór Haraldsson útskrifaðist frá Íþróttastofnun Kaupmannahafnarháskóla árið 2001 með B.Sc.-gráðu í íþróttafræðum og með M.Sc.-gráðu í íþrótta- og þjálfunarlífeðlisfræði frá August Krogh-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2004. Frá 2004-8 var Bjarki fastráðinn við Íþróttalækningastofnunina á Bispebjerg Spítala í Kaupmannahöfn (Institut of Sports Medicine Copenhagen) og varði doktorsritgerð sína, sem byggð var á rannsóknum sem framkvæmdar voru á stofnuninni, í desember 2008. Frá nóvember 2008 til maj 2013 starfaði Bjarki við Danska Lögregluskólan, og sá meðal annars um að leggja hlaupa- og styrktarþjálfunar prógöm fyrir nemendur skólans, ásamt leiðbeiningum í næringarfræði og þjálfun.

Í júni 2013 var Bjarki ráðin til starfa við Sjúkraþjálfunarnámið í Kaupmannahöfn, til kennslu í lífeðlisfræði og til rannsóknarstarfa.