Fara í efni

Námskeið: Hámarksnýting æfinga

Námskeið í hámarksnýtingu æfinga verður haldið í Íþróttaakademíu Keilis á Ásbrú, sunnudaginn 28. mars klukkan 09:00 - 14:00. Námskeið í hámarksnýtingu æfinga verður haldið í Íþróttaakademíu Keilis á Ásbrú, sunnudaginn 28. mars klukkan 09:00 - 14:00.



Hafa skjólstæðingar þínir takmarkaðan tíma til þess að æfa en vilja ná miklum árangri? Viltu fá fjölbreytni í æfingakerfin þín? Viltu fjölga fitubrennsluaukandi æfingum í æfingabankanum þínum? Viltu halda uppi ákefð í æfingum hjá íþróttamönnum sem eru undir miklu æfingaálagi?

Ef þú svaraðir einhverjum þessara spurninga játandi þá ættirðu að lesa áfram ...

Keilir kynnir eins dags námskeið í samsettum æfingum sem eru frábærar lyftingaraðferðir fyrir þá sem hafa lítinn tíma til þess að æfa en vilja ná miklum árangri. Leiðbeinandi er Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálfun.

Þátttakendur á námskeiðinu munu læra heilmikið af æfingum sem þeir geta nýtt strax inní sín æfingakerfi hvort sem markmiðið er að auka fjölbreytni, erfiðleikastig, úthald og/eða fitubrennslu.

Námskeiðið er sérstaklega ætlað einkaþjálfurum, íþróttaþjálfurum og sjúkraþjálfurum og öðrum þeim sem sinna styrktar- og ástandsþjálfun en er einnig opið hinum almenna heilsuræktaráhugamanni.

Leiðbeinandi er Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálfun.

Smelltu hér til að kynna þér málið betur