Fara í efni

Kennarar við ÍAK einkaþjálfun kanna nýjungar

Davíð og Charles Poliquin
Davíð og Charles Poliquin
Keilir leggur áherslu á að vera með púlsinn á því sem er að gerast í þjálfun úti í hinum stóra heimi.

Keilir leggur áherslu á að vera með púlsinn á því sem er að gerast í þjálfun úti í hinum stóra heimi.

Nú á dögunum sóttu tveir kennarar við ÍAK einkaþjálfaranámið, þeir Helgi Jónas Guðfinnsson og Davíð Kristinsson 5 daga námskeið í BioSignature í Phoenix, Arizona. 

Námskeiðið var haldið af Poliquin Performance Institute, undir stjórn Charles Poliquin.

BioSignature gengur út að það að finna hormónaójafnvægi í líkamanum. Þegar búið er að finna það þá er gerð æfinga- og næringaáætlun sem hjálpar viðskiptavininum að koma jafnvægi á líkamann. Einnig er farið í hvaða bætiefni og lífstílsbreytingar viðskiptavinurinn þarf að hafa í huga. Hormónaójafnvægið er fundið út með að fitumæla viðskiptavininn því að þar sem fólk safnar á sig fitu segir til um hvar ójafnvægið á sér stað í líkamanum t.d. ef að viðskiptavinurinn safnar fitu á miðsvæði líkamans (mæling við naflann) þá er seytlun á cortisol of hátt. Viðskiptavinurinn er þá annað hvort undir miklu álagi eða hann er ekki að höndla álag vel.