Fara í efni

Símenntunarnámskeið í fótaaðgerðafræði

Þátttakendur á námskeiðinu að læra ný handtök.
Þátttakendur á námskeiðinu að læra ný handtök.

Dagana 7. og 8. október hélt Félag fótaaðgerðafræðinga tvö símenntunarnámskeið í samstarfi við Heilsuakademíu Keilis. Erlendir sérfræðingar voru fengnir til landsins þar sem farið var yfir það nýjasta í heimi fótaaðgerðafræðinnar. Bæði námskeiðin voru vel sótt og var mikil ánægja meðal þátttakenda með framkvæmd þeirra.

Símenntun er afar mikilvægur hluti allra fagstétta þar sem fagfólk kemur saman og ræðir strauma og stefnur innan stéttarinnar og tileinkar sér nýja hæfni. Það er okkur í Keili sönn ánægja að taka þátt með Félagi fótaaðgerðafræðinga í símenntun starfandi fótaaðgerðafræðinga og stefnt er á að halda námskeið árlega, ef ekki oftar.