Fara í efni

Brautskráning ÍAK einka- og styrktarþjálfara

Samtals 40 nemendur brautskráðust sem ÍAK þjálfarar úr Íþróttaakademíu Keilis föstudaginn 14. júní síðastliðinn. Af þeim voru 24 einkaþjálfarar og 16 styrktarþjálfarar. 
 
Með útskriftinni hafa 685 einstaklingar lokið þjálfaranámi frá Keili. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp. Alda Ýr Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,66 í meðaleinkunn og Andrés Gísli Ásgeirsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ÍAK styrktarþjálfun með 9,86 í meðaleinkunn. Þau fengu bæði TRX bönd frá Hreysti og gjafabréf frá H-verslun. Ketill Helgason flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis.
 
ÍAK einkaþjálfaranám Keilis hlaut á síðasta ári alþjóðlega viðurkenningu og vottun á vegum Europe Active stofnunarinnar. Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár og mun auka sýnileika útskrifaðra nemenda á alþjóðavísu, en framvegis verða útskrifaðir einkaþjálfarar skráðir í EREPS gagnagrunn þeirra og öðlast þar með evrópska vottun á færni sinni.
 
ÍAK einka- og styrktarþjálfaranám Keilis hefst næst í ágúst 2019.
 
Myndir frá útskrift Keilis 14. júní 2019 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)