Fara í efni

Háskólabrú Keilis á Akureyri

Keilir býður nú uppá staðnám Háskólabrúar á Akureyri í samstarfi við Símey. Námið hefst í ágúst 2010.

Háskólabrú Keilis er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands. Á Háskólabrú er boðið upp á aðfararnám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Nánari upplýsingar veita Bettý betty@simey.is og Valgeir valgeir@simey.is.

Kynntu þér Háskólabrú hér.

Kynntu þér umsagnir nemenda Háskólabrúar hér.