Háskólabrú staðnám

Staðnám Háskólabrúar Keilis hefst næst í ágúst 2021. Athugið að hægt er að hefja fjarnám í Háskólabrú tvisvar árlega, bæði í janúar og ágúst.

Boðið er upp á fjórar deildir á Háskólabrú: Félagsvísinda- og lagadeild, Hugvísindadeild, Viðskipta- og hagfræðideild og Verk- og raunvísindadeild. Lengd námsins fer eftir því hvaða deild er valin. Þannig tekur námið tvær annir fyrir þá nemendur sem ætla sér að stunda nám á öllum deildum nema verk- og raunvísindadeild en þar tekur námið þrjár annir.

Boðið er upp á staðnám í Háskólabrú hjá Keili á Ásbrú. Kennsla fer fram í dagskóla og kennslufyrirkomulag er í formi fyrirlestra, verkefna- og dæmatíma ásamt verklegum tímum í raungreinum.

Inntökuskilyrði

Miðað er við að nemendur séu orðnir 23 ára og hafi lokið 117 feiningum (framhaldsskólaeiningar eða 70 einingar) á framhaldsskólastigi. Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, 10 feiningum í íslensku og 10 feiningum í ensku. Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.

Samsetning námsins


Námsgjöld og námslán

Námsgjöld fyrir nám á Háskólabrú Keilis fer eftir fjölda þeirra áfanga sem teknir eru í tengslum við námið. Upplýsingar um námsgjöld

Nám á Háskólabrú er sett upp samkvæmt reglum Menntasjóðs námsmanna (áður LÍN) sem lánar sérstaklega fyrir námsgjöldum. Námið veitir einnig þeim sem uppfylla skilyrði sjóðsins rétt til framfærsluláns. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Menntasjóðsins. Þá hvetjum við umsækjendur að kanna rétt sinn hjá stéttarfélögum þar sem mörg þeirra aðstoða félagsmenn sína við greiðslu skólagjalda.

Tölvu- og upplýsingamál

Fartölvur eru notaðar í námi á Háskólabrú. Nemendur fá nýjasta Office pakkann við komuna í skólann, vert er að benda á að í upplýsingatækni er kennt á Office umhverfið í PC tölvum og því eru þær tölvur hentugri til námsins. Þeir sem ætla sér að nota Apple tölvur þurfa að gera ráð fyrir því að verkefni geti verið tímafrekari í vinnslu en með PC.

Keilir starfrækir upplýsingamiðstöð, námsráðgjöf og tölvuþjónustu. Mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og kennsluhætti sem miða við þarfir fullorðinna nemenda. 

Forstöðumaður Háskólabrúar er Berglind Kristjánsdóttir

Umsókn um nám