Þriðja árið í röð er aukning í umsóknum í fjarnámsframboð Háskólabrúar Keilis, en nú þegar hafa borist þrefalt fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra.
Þriðja árið í röð er aukning í umsóknum í fjarnámsframboð Háskólabrúar Keilis, en námið hefur verið afar vinsælt síðan fyrst var boðið upp á það í janúar 2008. Samkvæmt Ingu Sveinu Ásmundsdóttur, verkefnastjóra námsins hjá Keili, hafa nú þegar borist þrefalt fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. ?Enn er um mánuður í umsóknarfresti lýkur, og það er því ljóst að við verðum enn að setja umsóknir á biðlista,? segir Inga Sveina. ?Ekki nema 60% af þeim sem sóttu um í fyrra gátu hafið nám hjá okkur. Samkvæmt þeirri ásókn sem er í fjarnám Háskólabrúar í ár, er ljóst að við fyllum mun fyrr upp í hámarks nemendafjölda hjá okkur en áður?.
Á Háskólabrú Keilis er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og eru teknir inn nemendur tvisvar á ári annarsvegar í staðnám og hinsvegar í fjarnám. Rúmlega 300 nemendur stunda nú nám við skólann og eru tæplega helmingur þeirra í fjarnámi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands.
Hvað skýrir áhuga á Háskólabrúnni?
Af þeim skólum á Íslandi sem bjóða upp á aðfaranám að háskólanámi velja langflestir nemendur að stunda nám í Háskólabrú Keilis. Fleiri nemendur stunda nú nám í Háskólabrú en öllum öðrum frumgreinadeildum á Íslandi samanlagt. Skólinn hefur þannig á örfáum árum náð að skipa sér sess sem öflug menntastofnun, þar sem kennsluhættir leggja áherslur á þarfir fullorðinna nemenda og persónulega þjónustu.
"Keilir er í fararbroddi varðandi kennslutækni í fjarnámi, sem hentar þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu og haga námstímanum eftir sinni eigin þörf", segir Inga Sveina. Í náminu gerðar kröfur um sjálfstæði í vinnubrögðum og raunhæf verkefni eru lögð fyrir nemendur. ?Markmið okkar er efla sjálfstraust nemenda og sjálfstæði, þannig að þeir séu vel undirbúnir til að takast á við kröfuhart háskólanám.?
Nemendur Háskólabrúar Keilis eru vel undirbúnir undir háskólanám
Flestir þeirra sem úrskrifast úr Háskólabrú hefja í framhaldinu háskólanám. Nemendur skólans stunda nú nám á flestum sviðum Háskóla Íslands, háskólanám í tæknifræði hjá Keili, sem og öðrum íslenskum og erlendum háskólum. Samkvæmt könnunum telja um 80% þeirra sig vera vel undirbúna í háskóla sem rímar við niðurstöður könnunar Háskóla Íslands á gengi nýnema. Í könnun frá árinu 2010 er Háskólabrú Keilis í fjórða sæti yfir þá nemendur sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám. ?Við erum stolt af því að vera meðal efstu skóla á Íslandi í þessu mati,? segir Inga Sveina. ?Þessar niðurstöður eru okkur mikilvægar, en gæðastarfi er aldrei lokið heldur hvetur okkur áfram til þess að gera gott nám enn betra?.
Umsóknarfrestur í Háskólabrú fjarnám er til 9. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar má nálgast
hér.