Háskólabrú fjarnám

Námstilhögun

Fjarnám Háskólabrúar Keilis hefst næst í ágúst 2021. Hægt er að taka námið á einu ári (í fullu námi) eða á tveimur árum (Háskólabrú með vinnu). Á Háskólabrú í fjarnámi er boðið upp á fjórar deildir:
 
  • Félagsvísinda- og lagadeild
  • Hugvísindadeild
  • Viðskipta- og hagfræðideild
  • Verk- og raunvísindadeild
Lengd námsins fer eftir því hvaða deild er valin. Námið nær yfir tvær annir fyrir þá nemendur sem ætla sér að stunda nám i félagsvísindum, hugvísindum eða viðskiptum og hagfræði og þrjár annir fyrir þá nemendur sem ætla sér að stunda nám í verk-og raunvísindum. Athugið að ekki er farið af stað með námsbraut nema lágmarks fjöldi nemenda náist.
 

Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu, haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.

Námið hefst með kynningu á starfinu og öflugu hópefli þannig að nemendur kynnist hverjir öðrum sem og kennurum, til að auðvelda samskiptin í framhaldinu. Námsfyrirkomulagið er með þeim hætti að nemendur mæta á staðlotur í upphafi hverrar námslotu. Staðlotur eru ýmist einn eða tveir dagar fyrir hvert fag, föstudagur og laugardagur og fer námið fram í formi fyrirlestra og verkefna.  Æskilegt er að nemendur mæti á staðlotur. Ef lokapróf eru hluti af námsmati þá eru þau venjulega haldin á fimmtudagsmorgnum. Öll lokapróf er annars hægt að taka á viðurkenndum prófstöðum.

Hægt er að hafa samband við námsráðgjafa Keilis fyrir frekari upplýsingar, en upplýsingar um námið má einnig finna undir algengar spurningar.

Inntökuskilyrði

Miðað að er við að umsækjendur séu orðnir 23 ára og hafi lokið 117 feiningum (samsvarandi 70 einingum á framhaldsskólastigi). Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, íslensku og ensku (6 einingar í hverju fagi). Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.
 

Námsgjöld og lánshæfi

Námsgjöld fyrir nám á Háskólabrú Keilis fer eftir fjölda þeirra áfanga sem teknir eru í tengslum við námið. Upplýsingar um námsgjöld

Nám á Háskólabrú er sett upp samkvæmt reglum Menntasjóðs námsmanna (áður LÍN) sem lánar sérstaklega fyrir námsgjöldum. Námið veitir einnig þeim sem uppfylla skilyrði sjóðsins rétt til framfærsluláns. Fjarnemar eru vinsamlega beðnir um kynna sér sérstaklega úthlutunarreglur Menntasjóðsins varðandi staðfestingargjöld. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna.

Tölvu- og upplýsingamál

Fartölvur eru notaðar í námi á Háskólabrú. Nemendur fá nýjasta Office pakkann við komuna í skólann, vert er að benda á að í upplýsingatækni er kennt á Office umhverfið í PC tölvum og því eru þær tölvur hentugri til námsins þó svo bæði gangi að nota PC og Apple tölvur. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að gera ráð fyrir því að verkefni geti verið tímafrekari í vinnslu en með PC. Keilir starfrækir upplýsingamiðstöð, námsráðgjöf og tölvuþjónustu. Mikil áhersla er lögð persónulega þjónustu og kennsluhætti sem miða við þarfir fullorðinna nemenda.
 

Umsókn um nám