Stúdentspróf í tölvuleikjagerð


Skólinn byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

 • Hvað læri ég um tölvuleiki?

  Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.​

 • Hvenær byrjar skólinn?

  Nýnemadagur verður föstudaginn 16. ágúst og svo hefst kennsla samkvæmt stundatöflu strax mánudaginn á eftir.

 • Skóladagatal 2019 - 2020

  Skóladagatal Menntaskólans á Ásbrú fyrir námsárið 2019 - 2020 er komið á heimasíðuna. Þú getur nálgast það á PDF formi hérna.

 • Námskrá

  Námsskrá fyrir tölvuleikjabrautina og nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar á námskrá.is. Námsbrautin er starfrækt samkvæmt viðurkenningu Menntamálastofnunar frá 2019 sem nálgast má hér.

 • Hvaða tölvubúnað þarf ég?

  Lágmarks búnaður er i5 8300H örgjörvi eða önnur sambærileg vinnsla og að minnsta kosti 8GB vinnsluminni. Dæmi um tölvur sem virka eru hér og hér.

 • Kennslufyrirkomulag

  Við verðum með nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Engin lokapróf og fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Nútímalegt, sveigjanlegt staðnám. Upphaf vinnudags seinkað í svartasta skammdeginu.

 • Námsaðstaðan

  Við erum með vinnuaðstöðu í sérklassa sérstaklega hannaða með það að leiðarljósi að vera nútímalegt, fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.​​

 • Námsgjöld

  Námsgjöld veturinn 2019 - 2020 eru 50.ooo krónur á önn. Ekki er gert ráð fyrir bókakaupum en nemendur þurfa að hafa til umráða öfluga fartölvu.

 • Inntökuskilyrði

  Inntökuskilyrði eru hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði í lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

 • Hvar er Menntaskólinn á Ásbrú?

  Við erum staðsett í aðalbyggingu Keilis, að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Strætó 55 stoppar beint fyrir utan hjá okkur.

 • Samgöngur

  Það eru örar og reglulegar samgöngurmeð strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?

 • Samstarf

  Við erum í nánu samstarfi við atvinnulífið og háskólaumhverfið í tengslum við uppbyggingu námsins, þróun áfanga og vegna nemendaverkefna í bransanum. Nemendur munu vinna verkefni í beinu samstarfi við sérfræðinga í atvinnulífinu og öðlast ómetanlegt tengslanet.