Stúdentspróf í tölvuleikjagerð


Skólinn byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

 • Hvað læri ég um tölvuleiki?

  Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.​

 • Hvenær byrjar skólinn?

  Nýnemadagur verður föstudaginn 16. ágúst og svo hefst kennsla samkvæmt stundatöflu strax mánudaginn á eftir.

  • Hvenær byrjar skólinn?

   Námið hefst samkvæmt stundaskrá með rafrænum fyrirlestrum strax eftir áramót. Stundaskráin kemur inn á heimasíðuna í nóvember en einnig sendum við þér nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur.

 • Skóladagatal 2020 - 2021

  Skóladagatal Menntaskólans á Ásbrú fyrir námsárið 2020 - 2021 er komið á heimasíðuna. Þú getur nálgast það á PDF formi hérna.

 • Námskrá

  Námsskrá fyrir tölvuleikjabrautina og nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar á námskrá.is. Námsbrautin er starfrækt samkvæmt viðurkenningu Menntamálastofnunar frá 2019 sem nálgast má hér.

 • Hvaða tölvubúnað þarf ég?

  Nemendur þurfa að hafa fartölvu til umráða í náminu. Lágmarks hugbúnaðarkröfur fyrir fartölvur eru æskilegar:

  • i5 – 10300H 4kjarna 4.5Ghz
  • 8GB vinnsluminni
  • 6GB GeForce RTX 1060
   Eða sambærilegt

  Einnig er nauðsynlegt að hver og einn hafi mús með þremur tökkum (eða tveimur tökkum og skrunhjóli). Vinsamlegast athugið að í fartölvur keyptar erlendis vantar oft < > | takka – en þeir eru mikið notaðir í forritun og því nauðsynlegir.

  Vegna aðstæðna í samfélaginu ráðleggjum við nemendum einnig að hafa góð heyrnatól með míkrafón og góða vefmyndavél.

  uppfært í ágúst 2020

 • Kennslufyrirkomulag

  Notast er við nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Engin lokapróf og fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Nútímalegt, sveigjanlegt staðnám. Upphaf vinnudags seinkað í svartasta skammdeginu.

 • Námsaðstaðan

  Við erum með vinnuaðstöðu í sérklassa sérstaklega hannaða með það að leiðarljósi að vera nútímalegt, fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.​​

 • Námsgjöld

  Námsgjöld veturinn 2021-2022 eru 70.500 krónur á önn. Nemendur þurfa að hafa til umráða öfluga fartölvu, en bókakostnaður er lægri en almennt gerist.

  Námsgjöld eru innheimt fyrir hverja önn fyrir sig sérstaklega, þau miðast við staðgreiðslu  og skulu vera að fullu greidd í upphafi hverrar annar samkvæmt útgefnum gjalddaga hverju sinni. Samhliða innheimtu námsgjalda eru innheimt félagsgjöld fyrir Nemendafélag Menntaskólans á Ásbrú. Nemandi getur ekki fengið afhent prófskírteini fyrr en uppgjör vegna námsgjalda hefur farið fram að fullu. Þeir nemendur sem ekki hafa greitt skólagjöldin sín þegar nám hefst geta átt von á að lokað verði á aðgang þeirra að kennslukerfi skólans án fyrirvara. Námsgjöld eru ekki endurgreidd.

 • Inntökuskilyrði

  Inntökuskilyrði eru hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði í lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

 • Hvar er Menntaskólinn á Ásbrú?

  Við erum staðsett í aðalbyggingu Keilis, að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Strætó 55 stoppar beint fyrir utan hjá okkur.

 • Samgöngur

  Það eru örar og reglulegar samgöngurmeð strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?

 • Samstarf

  Við erum í nánu samstarfi við atvinnulífið og háskólaumhverfið í tengslum við uppbyggingu námsins, þróun áfanga og vegna nemendaverkefna í bransanum. Nemendur munu vinna verkefni í beinu samstarfi við sérfræðinga í atvinnulífinu og öðlast ómetanlegt tengslanet.