Stúdentspróf í tölvuleikjagerð


Skólinn byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

 • Hvað læri ég um tölvuleiki?

  Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.​

 • Hvenær byrjar skólinn?

  Nýnemadagur verður föstudaginn 16. ágúst og svo hefst kennsla samkvæmt stundatöflu strax mánudaginn á eftir.

  • Hvenær byrjar skólinn?

   Námið hefst samkvæmt stundaskrá með rafrænum fyrirlestrum 17. ágúst. Stundaskrá haustsins er komin inn á heimasíðuna en einnig sendum við þér nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur.

 • Skóladagatal 2020 - 2021

  Skóladagatal Menntaskólans á Ásbrú fyrir námsárið 2020 - 2021 er komið á heimasíðuna. Þú getur nálgast það á PDF formi hérna.

 • Námskrá

  Námsskrá fyrir tölvuleikjabrautina og nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar á námskrá.is. Námsbrautin er starfrækt samkvæmt viðurkenningu Menntamálastofnunar frá 2019 sem nálgast má hér.

 • Hvaða tölvubúnað þarf ég?

  Lágmarks búnaður er i5 8300H örgjörvi eða önnur sambærileg vinnsla og að minnsta kosti 8GB vinnsluminni. Dæmi um tölvur sem virka eru hér og hér.

 • Kennslufyrirkomulag

  Við verðum með nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Engin lokapróf og fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Nútímalegt, sveigjanlegt staðnám. Upphaf vinnudags seinkað í svartasta skammdeginu.

 • Námsaðstaðan

  Við erum með vinnuaðstöðu í sérklassa sérstaklega hannaða með það að leiðarljósi að vera nútímalegt, fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.​​

 • Námsgjöld

  Námsgjöld veturinn 2020 - 2021 eru 67.500 krónur á önn. Ekki er gert ráð fyrir bókakaupum en nemendur þurfa að hafa til umráða öfluga fartölvu.

  Námsgjöld eru innheimt fyrir hverja önn fyrir sig sérstaklega, þau miðast við staðgreiðslu  og skulu vera að fullu greidd í upphafi hverrar annar samkvæmt útgefnum gjalddaga hverju sinni. Samhliða innheimtu námsgjalda eru innheimt félagsgjöld fyrir Nemendafélag Menntaskólans á Ásbrú. Nemandi getur ekki fengið afhent prófskírteini fyrr en uppgjör vegna námsgjalda hefur farið fram að fullu. Þeir nemendur sem ekki hafa greitt skólagjöldin sín þegar nám hefst geta átt von á að lokað verði á aðgang þeirra að kennslukerfi skólans án fyrirvara. Námsgjöld eru ekki endurgreidd.

  • Námsgjöld

   Nám í ÍAK einkaþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera einkaþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsþjálfun og hollum lífstíl.

   Heildar námsgjöld fyrir námsárið 2020 - 2021 eru 654.000kr. Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000. Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 252.000. Þá er sendur út reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 327.000.   

   ÍAK einkaþjálfaranámið er lánshæft hjá LÍN, Lánasjóði íslenskra námsmanna. Öll samskipti við LÍN eru á ábyrgð nemenda.

   Innifalið í námsgjöldum

   Innifalið í námsgjöldum er, auk kennsluaðstöðunnar í Sporthúsinu að Ásbrú og kennslunnar, frítt kort í World Class á meðan á námi stendur, þó að hámarki eitt námsár.

   Reglur um námsgjöld 2020 - 2021

   1. Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
   2. Staðfestingargjöld eru óafturkræf, hætti nemandi við að hefja nám hjá Keili.
   3. Staðfestingargjöld eru innheimt fyrir haustönn hjá nemendum í fullu námi (grunn og sérhæfingu) sem og umsækjendum með undanþágu frá grunni. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
   4. Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
   5. Skóla- og efnisgjöld eru óendurkræf, hafi nemandi hafið námið. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námslína hefst aftur og getur þá átt skóla- og efnisgjöld inni í allt að eitt og hálft ár.
   6. Gjöld skulu greidd með útsendum greiðsluseðli.
 • Inntökuskilyrði

  Inntökuskilyrði eru hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði í lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

 • Hvar er Menntaskólinn á Ásbrú?

  Við erum staðsett í aðalbyggingu Keilis, að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Strætó 55 stoppar beint fyrir utan hjá okkur.

 • Samgöngur

  Það eru örar og reglulegar samgöngurmeð strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?

 • Samstarf

  Við erum í nánu samstarfi við atvinnulífið og háskólaumhverfið í tengslum við uppbyggingu námsins, þróun áfanga og vegna nemendaverkefna í bransanum. Nemendur munu vinna verkefni í beinu samstarfi við sérfræðinga í atvinnulífinu og öðlast ómetanlegt tengslanet.