Nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð búa að jafnaði til einn tölvuleik á önn í áfanganum Tölvuleikjagerð. Þar fá þeir grunn hjá kennurum sem þeir svo byggja ofan á en til þess notast þeir við forritið Unity. Hönnun, saga og framvinda leiks er með öllu í höndum nemenda.
Hér ætlum við að veita stafrænum gestum og gangandi tækifæri til þess að prófa leiki nemenda. Leikirnir eru allir birtir með leyfi höfunda og biðjum við gestkomandi að koma fram við hugverk þeirra af virðingu.
Til þess að stýra flestum leikjum þarf annað hvort að notast við WASD hnappa lyklaborðsins eða örvahnappana ásamt bilstönginni.
Happy Farmer var unnin af Aron Birgi og Viktoríu á þeirra þriðju önn á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Í leiknum ertu bóndi sem plægir og ræktar akur til þess að byggja upp sveitabýlið sitt, kaupa fleiri dýr og selja afurðir.
Lovísa og Stefán Ingi gerðu Blown‘up á sinni þriðju önn á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Leikurinn er keppnisleikur fyrir tvo aðila. Þar setjið þið félagi þinn ykkur í spor stríðandi kakkalakka sem keppast við að sprengja hindranir og safna kraftaukum á leið sinni að marklínunn. Einn spilari stýrir með WASD hnöppum og bilstönginni meðan hinn stýrir með örvahnöppunum og enter.
Magnús Viðar gerði Goblin Goblin á sumarnámskeiði í tölvuleikjagerð sumarið 2020.
Í leiknum ert þú svartálfur og þarft að koma þér í gegnum konungsríki rauðhærðra ribbalda, yfir vatnið (sem greinarhöfundur nær ómögulega sama hvað hún notar nef svartálfsins oft sem haka) og yfir á hinn enda heimsins að ástkærum félaga þínum.
Á fyrstu önn í tölvuleikjagerð byggði Magnús svo ofan á þá hugmyndavinnu sem hann hafði þegar lokið á sumarnámskeiðinu og úr varð leikurinn Goblin Goblin 2, langþráð framhald leiksins Goblin Goblin.
Í leiknum bregður þú þér að nýju í gervi svartálfs sem þarf að ferðast að nýju í gegnum konungsríki rauðhærðu ribbaldanna, eitrað sýki, hrynjandi hella og fleiri þrautir til þess að komast aftur að félaga þínum svartálfinum sem virðist í sífellu týnast án skýringar!
Guðjón Ingi, nemandi á fyrsta ári á Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð gerði leikinn Super Elvis á sinni fyrstu önn í náminu.
Í leiknum bregður þú þér í gervi Elvis og Elvis sér í hlutverk vel þekkts pípara. Þú þarft að koma þér í gegnum hóp af rockabilly sveppum, framhjá eitruðum pípuslöngum, í gegnum lagnakerfið og yfir á hinn endann.
Bjarni, Adrian og Saulius eru á öðru ári á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Í Haunt upplifir þú fyrstu persónu sjónarhorn og færir þig í gegnum yfirgefið, ljóslaust hús með ekkert nema vasaljósið að vopni, leiðin er óljós og það leynist ýmislegt í myrkrinu, kemst þú lífs af?
Brimar, Hugi og Jóel eru á öðru ári á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Halloween Quiz er spurningaleikur þar sem þú getur valið á milli flokkanna saga eða miðlar og svarað áhugaverðum og krefjandi spurningum. Svarir þú spurningunni vitlaust þá mun þér mögulega verða bilt við. Við mælum með því að leikurinn sé spilaður í full screen og með heyrnatól fyrir bestu mögulegu upplifun.
Noah, Stefán, Andri, Jón Eirík og Ingimar eru á öðru ári á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Í Halloween Rush ertu að flýta þér milli húsa að safna eins miklu nammi og þú getur.
Airport Games eru flugvallarþemaðir leikir sem kjörnir eru fyrir yngri kynslóðina. Hægt er að spila samstöðuleik, bjarga farþegum föstum í skýjunum eða flokka farangur. Notast er við músina til þess að spila alla leikina.
Í Balls TD þarft þú að reyna að stöðva leið grænu kúlnanna um þrautabrautina með því að fjárfesta í vopnum og koma þeim fyrir umhverfis brautina til þess að sprengja þær áður en þær komast á áfangastað í rauða kubbnum.
Í No Pain No Gain setur þú þig í spor fimleikakonu sem þarf að komast yfir hindranir og á hinn endann á verðlaunapall.
The Christmas Joy er kjörinn fyrir hvern þann sem hefur ákveðið að taka forskot á jólasæluna. Í leiknum ertu leikfangavélmenni sem reynir sitt allra besta við að hjálpa jólasveininum við að finna týnt vélmenni.
Í Myre 36 bregðuru þér í gervi rauðhærðs rokkvíkings og sneiðir framhjá skuggariddurum til þess að ferðast í gegnum ævintýraríkið. Leikurinn er eftir Halldór sem er á fyrsta ári á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Í Flappy Pog berst þú við að halda höfðinu á lofti með því að smella á vinstri músarhnappinn til þess að forðast það að þurfa að gefa í Twitch söfnun. Leikurinn er eftir þá Jón Inga, Róbert, Braga og Mikael sem eru á öðru ári á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð
Shadow boy er gerður af fyrsta árs nemanum Aroni Mána. Í leiknum ertu skuggi að reyna að komast í gegnum undirheima og hinum ýmsu skuggaverum sem verða á vegi þínum.