27.08.2024			
	
	Þann 26. ágúst tóku þrjátíu og einn nýnemi við Háskóla Íslands við styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta við athöfn í Hátíðasal skólans. Afreks- og hvatningarsjóðurinn hefur frá árinu 2008 veitt styrki til nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs eða aðfaranámi að háskólanámi og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig vel í námi. Styrkupphæð hvers og eins nemur 375 þúsund krónum og eru styrkirnir veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands.
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					27.06.2024			
	
	Útskrift Keilis fór fram þann 31.maí síðastliðinn. Guðmundur I. Halldórsson útskrifaðist af verk – og raunvísindadeild og fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur með meðaleinkunn upp á 9,78.  Þess má geta að Guðmundur fékk einkunnina 10 í öllum stærðfræðiáföngum sem hann lauk á Háskólabrú. Guðmundur telur þann árangur ekki vera vegna sérgáfu heldur vegna hans áhuga og vinnusemi. Sá áhugi hafi verið drifinn áfram af draumi um áframhaldandi nám á háskólastigi í tölvunarfræði. 
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					03.05.2024			
	
	Undanfarin 17 ár hefur Háskóli Íslands úthlutað styrkjum úr afreks- og hvatningasjóði til nemenda sem ljúka námi á framhaldsskólastigi og stefna á nám í Háskóla Íslands. Nemendur sem hafa lokið námi á Háskólabrú hafa í gegnum tíðina verið í hópi þeirra sem hafa hlotið styrk úr sjóðinum.
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					15.03.2024			
	
	Ari Gauti Arinbjarnarson er giftur þriggja barna faðir sem lauk námi á Háskólabrú vor 2023. Hann stundaði fjarnám á verk- og raunvísindadeild samhliða fullri vinnu sem tók tvö ár. Áður en Ari Gauti hóf nám á Háskólabrú þurfti hann að bæta við sig nokkrum einingum til að uppfylla inntökuviðmið Háskólabrúar. Þær einingar tók hann á fjarnámshlaðborði Keilis þar sem boðið er upp á opna framhaldsskólaáfanga í 100% fjarnámi. 
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					11.03.2024			
	
	Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustönn 2024. Mikil aðsókn hefur verið í Háskólabrú síðustu ár og hvetjum við áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu.
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					04.09.2023			
	
	Þann 29. ágúst tóku 34 framúrskarandi námsmenn við styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Afreks- og hvatningarsjóðurinn hefur frá árinu 2008 veitt styrki til nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs eða aðfaranámi að háskólanámi og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig vel í námi.
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					24.08.2023			
	
	Nám á Háskólabrú er komið á fullt skrið eftir sumarleyfi. Í fjarnámi voru 90 nýnemar sem hófu nám sitt með skólasetningu þann 17.ágúst og í kjölfarið fylgdu vinnulotur þann 18. og 19.ágúst.  Staðnám hófst svo mánudaginn 21.ágúst en þar var góður 20 manna hópur nýnema sem mætti til leiks og hafa nú hafið ná í fyrstu lotu haustsins
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					07.07.2023			
	
	Halldóra Ingibjörg Jensdóttir er 48 ára fjögurra barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ ásamt eiginmanni sínum, börnum og tveimur hundum. Hún byrjaði ung að eignast börn og alltaf verið í fullu starfi með stóru heimili og ekki gafst tími til að mennta sig fyrr en á fullorðinsárum. Hún sér þó ekki eftir neinu því hún öðlaðist góða reynslu af vinnumakaði og í lífinu almennt sem hún er þakklát fyrir.
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					10.05.2023			
	
	Háskólabrú Keilis heldur rafrænan kynningarfund um námsframboð sitt þriðjudaginn 16. maí kl 17:00.
Lesa meira
	
 	
		
		
		
			
					14.04.2023			
	
	Undanfarin 16 ár hefur Háskóli Íslands úthlutað styrkjum úr afreks- og hvatningasjóði til nemenda sem ljúka námi á framhaldsskólastigi og stefna á nám í Háskóla Íslands. Nemendur sem hafa lokið námi á Háskólabrú hafa í gegnum tíðina verið í hópi þeirra sem hafa hlotið styrk úr sjóðinum.
Lesa meira