Nám á Háskólabrú er komið á fullt skrið eftir sumarleyfi. Í fjarnámi voru 90 nýnemar sem hófu nám sitt með skólasetningu þann 17.ágúst og í kjölfarið fylgdu vinnulotur þann 18. og 19.ágúst. Staðnám hófst mánudaginn 21.ágúst en þar var góður 20 manna hópur nýnema sem mætti til leiks og nemendur því hafið nám í fyrstu lotu haustsins. Til viðbótar við nýnema þá eru tæplega 150 nemendur sem stunda fjarnám á Háskólabrú og því eru tæplega 260 nemendur sem stunda nám á Háskólabrú haustið 2023.
Á skólasetningum var farið yfir hagnýt atriði sem skipta máli í upphafi náms, kennsla á tæknibúnað sem og hópefli sem þjappar nýnemum saman. Allt er því eins og það á að vera á Háskólabrú og tilhlökkun fyrir skemmtilegu en krefjandi námstímabili.
Skólaárið 2022-2023 útskrifuðust yfir 100 manns úr námi á Háskólabrú. Frá því að Keilir hóf starfsemi árið 2007 hafa því tæplega 2.500 manns tekið það stóra skref að skella sér í nám og lokið því farsællega. Að jafnaði hafa um 75% útskrifaðra nemenda haldið beint áfram í háskólanám og telja 95% þeirra sig vera vel undirbúna samkvæmt gæðakönnunum. Háskólabrú er því öflug námsleið fyrir fullorðna námsmenn sem eiga þann draum að hefja háskólanám eða styrkja sig á vinnumarkaði.