Fara í efni

Til hamingju Hjördís Unnur!

F.v. Hjörleifur, Hjördís Unnur, Soffía, Anna Lóa og Guðjónína
F.v. Hjörleifur, Hjördís Unnur, Soffía, Anna Lóa og Guðjónína

Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þann 18.nóvember voru haldin mörg erindi og margt fróðlegt kom þar fram. En það sem stóð upp úr er verðlaunaafhending er hún Hjördís Unnur Másdóttir nemandi í Orku-tæknifræði Keilis fékk hinn glæsilega titil "Fyrirmynd í námi fullorðinna".

Hjördís var í fyrsta hópi er útskrifaðist úr Menntastoðum í MSS, lauk námi á Háskólabrú Keilis nú í sumar og hóf síðan nám í Orkutæknifræðinni í haust. Hjördis var tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS). Hjördís Unnur er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin en við teljum þetta einnig viðurkenningu fyrir nám í Menntastoðum og á Háskólabrú. Hjördís hélt frábæra þakkarræðu þegar hún tók við þessari viðurkenningu ásamt blómvendi og forláta fartölvu.