Fara í efni

Nemendur á slóðum Egils

Undir lok 10. aldar faldi Egill Skallagrímsson silfrið sitt. Rúmum þúsund árum síðar hófu 140 nemendur Keilis leit að silfrinu Þrátt fyrir að leitin hafi engan árangur borið komust nemendurnir að ýmsu í leit sinni. Þeir fóru á slóðir Egils og föður hans Skallagríms um Borgarfjörðinn og fóru á sýningu á Landnámssetrinu í Borgarnesi tileinkaða þessari frægu Íslendingasögu. Síðan var förinni heitið til Hvanneyrar og fengu nemendur kynningu á náminu sem er í boði í Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nemendur og kennarar voru sammála um að ferðin hafi heppnast með eindæmum vel og vonandi munu allir nýnemar Keilis fara á slóðir Egils sögu í framtíðinni.