Fara í efni

Ertu fyrrverandi nemandi af Háskólabrú?

Yfir 1.200 manns hafa útskrifast af Háskólabrú Keilis og myndað sterk bönd í gegnum fjölbreytilegt og nýstárlegt nám. Nú efna fyrrum nemendur af Háskólabrú og Keilir til fagnaðar til að efla tengslin.

DAGSKRÁ STÓLPANS 2015

Fögnuðurinn fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú, föstudaginn 17. apríl kl. 17 - 20. Kenneth Máni flytur erindi um gildi menntunar. Valdimar leikur nokkur vel valin lög. Veitingar. Taumlaus gleði. Fríar rútuferðir til og frá BSÍ.

Komið og fagnið með okkur, hittið gamla vini og kynnist nýjum. Nánari upplýsingar og skráning á haskolabru.is/stolpinn