Fara í efni

Háskólabrú Keilis á Háskóladeginum 2016

Keilir kynnir Háskólabrú á Háskóladeginum 2016. Við verðum á Háskólatorgi HÍ, laugardaginn 5. mars næstkomandi, kl. 12 - 16.

Háskólabrú Keilis - Hvar og hvenær sem þér hentar

Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að útskrifaðir nemendur Háskólabrúar hafa úr mestu námsframboði að velja af íslenskum skólum sem bjóða upp á aðfaranám.

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Við veitum nemendum okkar persónulega þjónustu og reynum að efla sjálfstraust þeirra og sjálfstæði.

Við leggjum mikið uppúr því að nemendur okkar kynnist samnemendum sínum og helstu þáttum í skólastarfinu. Því er fyrsta vika í staðnámi og fyrsta vinnuhelgi í fjarnámi tileinkuð hópefli, hópavinnu og kynningu á þeirri vinnu sem framundan er. Staðnám Háskólabrúar hefst í ágúst og fjarnám hefst í janúar ár hvert.

Nánari upplýsingar um staðnám í Háskólabrú