Fara í efni

Atvinnuauglýsing: Stærðfræðikennari

Háskólabrú Keilis auglýsir eftir kröftugum stærðfræðikennara í sitt teymi.

Háskólabrú Keilis hefur verið leiðandi aðili í innleiðingu vendináms á Íslandi og leggur ríka áherslu á notkun upplýsingatækni og nýrra kennsluhátta. Námsleiðin er á framhaldsskólastigi og er ætluð fullorðnum námsmönnum sem stefna á háskólanám. 

Krafa er um háskólamenntun í greininni og fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Kennslureynsla er mikill kostur.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar Keilis. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2021.

Fullum trúnaði heitið.

Umsókn um starf