Vegna samkomubanns á Íslandi sökum COVID-19 mun engin kennsla fara fram í húsnæði Keilis frá og með miðnætti 16. mars til mánudagsins 13. apríl að öllu óbreyttu.
Húsnæðið verður með öllu lokað fyrir nemendur og starfsemi innandyra verður í lágmarki. Starfsfólk mun þó sinna allri þeirri vinnu sem þarf til að halda skólastarfi gangandi.
Vegna þessa mun öll kennsla á Háskólabrú færast yfir í fjarnám og vinnulotur fyrir fjarnema verða aðeins sendar út í fjarfundi í gegnum Microsoft Teams. Kennarar verða til taks á þeim tímum í stundatöflu sem eru á INNU í gegnum fjarfund á Teams fyrir staðnema.
Öll lokaverkefni og lokapróf sem voru áætluð í lok núverandi lotu (30. mars - 3. apríl) munu fara fram með rafrænum hætti í gegnum Moodle nánari útfærsla mun koma frá hverjum kennara fyrir sig.
Nemendur eru hvattir til að nýta rafrænar þjónustuleiðir Keilis svo sem heimasíðu, tölvupóst, Moodle og Teams. Við búum vel að því að geta haldið áfram okkar námi á þennan veg og breyttar útfærslur á námsmati munu koma frá hverjum og einum kennara fyrir sig eins og fram hefur komið.
Á þessum tímum er jafnvel enn meiri ástæða til að nýta sér þjónustu námsráðgjafanna og eru þeir sannarlega til þjónustu reiðubúnir að aðstoða við hvað sem er. Þið getið fundið flýtileið á heimasíðunni til nálgast þá en þau eru Þóra (thora@keilir.net) og Skúli (skuli.b@keilir.net)
Endilega nýtið ykkur þær rafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði til að hafa samband við annað starfsfólks skólans einnig og eftir því sem við á.
Gangi ykkur sem allra best og ef það vakna einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við Berglindi (berglind@keilir.net) eða Margréti verkefnastýru (margreth@keilir.net )
Berglind Kristjánsdóttir
Forstöðukona Háskólabrúar Keilis