10.12.2014
?Ég var 45 ára og átti mér þann draum að fara í nám. Ég stökk á tækifærið þegar það bauðst hjá Keili og sé ekki eftir því. Námið breytti lífi mínu. Ég öðlaðist ofboðslega víðsýni og lærði miklu meira á lífið ? lærði meðal annars að meta skoðanir annarra. Þetta var ævintýralega skemmtilegur vetur. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð og skólinn á stóran hlut í hjarta.?
Páll Valur Björnsson, þingmaður.