16.01.2014
Á dögunum fengu nemendur athyglisvert verkefni í tímanum, en það var að byggja eins háan frístandandi turn og þau gætu úr sogrörum og kennaratyggjó. Vakti uppátækið mikla kátínu meðal nemenda og upphófst mikil keppni um byggingu hæsta turnsins.
Í lok tímanns bar kennarinn fram spurningarlista þar sem nemendur veltu fyrir sér hlutverk hvers og eins í verkefninu, hver hefði tekið leiðtogahlutverk, hverjir voru gerendur og fylgjendur, hlustendur, og svo framvegis.