Fara í efni

Beiðni um skilafrest

Í námskeiði setur kennari reglur um skilafrest verkefna í upphafi áfanga og ber nemanda að skila verkefni áður en skilafrestur rennur út (sjá skólareglur um skil nemenda á verkefnum liður 3.5.) Kennari hefur ekki heimild til þess að taka við verkefni sem skilað er of seint. Komi upp óviðráðanleg atvik getur nemandi sent inn beiðni um skilafrest.  Mikilvægt er að fylla út alla dálkana og gefa ítarlega ástæðu þess að skilafrestur er ekki virtur. Beiðnin skal berast stjórnendum áður en skilafrestur á verkefni rennur út. Vanti upplýsingar í beiðnina mun það valda seinkun á meðhöndlun. Stjórnendur taka beiðnina fyrir og láta kennara og nemanda vita hver niðurstaðan er. Ef nemandi fær leyfi frá stjórnendum deildarinnar til að skila inn verkefni eftir skilafrest, gilda sömu reglur og um úrbótaverkefni, þ.e. aldrei verður gefið meira en 7 fyrir verkefnið.

Braut