Fara í efni

Hlaðvarpsveitan Hlaðborð

Hlaðvarpsveitan Hlaðborð samanstendur af fjórum hlaðvörpum sem gefin eru út í tengslum við námsleiðir og verkefni við Keilir. Á hlaðborðinu eru vörpin: Keiliskastið, Kennarastofan, Þegar himnarnir opnast og Fit to Succeed.

 Keiliskastið

Gísli Magnús Torfason - tölvuséni, lífskúnstner og (ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu) hljóðmaður - stýrir Keiliskastinu með félagslega vandræðalegu verkefnastýrunni Berglind Sunnu Bragadóttur. Í þáttinn fá þau núverandi og útskrifaða nemendur Keilis og ræða við þau um daginn, veginn, lífið í Keili og verkefnin eftir útskrift. 

 Kennarastofan

Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis framleiða í sameiningu röð nýrra hlaðvarpa undir heitinu „Kennarastofan“ en þar verður fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. 

Þorsteinn er kennari í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann hefur meðal annars tekið þátt í þróun vendináms, kennsluaðferð sem skólinn tók upp haustið 2012, sem snýr meðal annars að því hvernig megi styðjast við tæknina til að nýta sem best tímann sem nemendur og kennarar eiga saman í kennslustofunni. Það má gera með því að taka allt kennsluefni upp fyrir kennslustund og nýta tímann frekar í verkefnavinnu og leiðsagnarnám.

Hlusta á Kennarstofuna

 Þegar himnarnir opnast

Þegar himnarnir opnast er jákvætt og framsýnt hlaðvarp um ferðaþjónustu, menntun á því sviði og það ógrynni tækifæra sem í henni felast. Þangað fær Þórir Erlingsson, verkefnastjóri Nýsköpunarakademíu Ferðaþjónustunnar, til sín góða gesti og ræðir við þá um þau verkefni sem liggja fyrir, eðli góðrar þjónustu og hvernig við getum haldið áfram að bæta okkur.

Þórir Erlingsson er með meistaragráðu í International Hospitality and Tourism Management frá Háskólanum í Suður-Karolínu í Bandaríkjunum, tók þátt í þróun áfanga í sjálfbærni og ferðaþjónustu við Kennesaw State University í Atlanta og hefur kennt í ferðamáladeild Háskólans á Hólum frá árinu 2017. 

 Fit to Succeed

Ben Pratt, verkefnastjóri Nordic Fitness Education, hefur nú í tvö ár stýrt hlaðvarpinu Fit to Succeed þar sem hann ræðir við fagfólk á sviði líkamsræktar, næringarfræði og heilbrigðis. Hver þáttur er tileinkaður sérstöku viðfangsefni sem fagaðili þáttarins sérhæfir sig í.

Hlusta á Fit to Succeed

Hlaðver

Í hjarta Keilis er að finna Hlaðverið. Þar er til staðar hugguleg aðstaða þar sem hægt er að taka upp viðtöl og hlaðvarpsþætti. Hlaðverið er vel hljóðeingangrað og aðgengilegt í gegnum glerhurð.

Bóka tíma í Hlaðverinu