Fara í efni

Þróun og nýsköpun

Þróunarsvið heldur þróunar- og nýsköpunarverkefni á vegum Keilis, auk utanumhalds innlendra og erlendra samstarfsverkefna. Við Keili starfa tvö þróunarsetur: Frumkvöðlasetrið Eldey og Vendinámssetur. Yfirlit yfir erlend samstarfsverkefni á vegum Keilis má nálgast hér.

Frumkvöðlasetrið Eldey

Keilir, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og Eignarhaldsfélag Suðurnesja koma að uppbyggingu frumkvöðla- og rannsóknarsetursins Eldeyjar sem er staðsett í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú. Í Eldey eru haldin regluleg hádegiserindi og fyrirlestrar sem miða að þörfum frumkvöðla. Þar geta frumkvöðlar hlotið aðstoð við að koma hugmyndum sínum á legg og veita þeim ráðgjöf meðal annars varðandi styrkumsóknir og viðskiptaþróun.

Vendinámssetur Keilis

Vendinámssetrinu er ætlað að vera miðstöð fyrir nýjungar í þróun námsefnis, námsskipan og kennsluaðferða. Miðast verður við að efnið verði aðengilegt á íslensku og ensku.

Í gegnum setrið mun Keilir vinna að því að efla vendinám við skólann, ásamt því að þróa námsefni, námsskipan og kennsluaðferðir sem mögulegt verður að yfirfæra yfir á aðra skóla og/eða fyrirtæki, við umbætur í kennslu og þjálfun. Stefnt verður að því að búa til miðlæga þekkingarmiðstöð þar sem fræðsluefni verður gert aðgengilegt auk þess að veita öðrum skólum ráðgjöf við innleiðingu vendináms eftir því sem þörf er á.

Meðal afurða er uppbyggin aðstöðu fyrir hljóð- og myndbandsupptökur, ásamt grafískri miðlun kennsluefnis. Þá hafa verið settar saman handbækur fyrir kennara um fyrstu skref í vendinámi ásamt því hvernig hægt er að nota og nýta ýmiskonar tæknibúnað við gerð kennsluefnis. Verkefnið hefur einnig lagt áherslu á miðlun efnis til kennara og skólastjórnenda, auk þess sem boðið verður upp á verklega þjálfun og vinnubúðir haustið 2021.

Keilir hefur tekið saman upplýsingamyndbönd um vendinám en hefur auk þess unnið ítarlegt kynningarefni á ensku um innleiðingu vendináms í skólastarfi. Þá kemur Vendinámssetrið að gerð fjölbreyttra hlaðvarpsþátta um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar, auk þess að taka þátt í fjölda innlendra og erlendra samstarfsverkefna.

Vendinámssetur Keilis er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja.