Fréttir

Tilkynning frá Keili vegna hertra sóttvarnarráðstafana

Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Keilis, Menntaskólans á Ásbrú og Flugakademíu Íslands lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.
Lesa meira

Fyrsti frumkvöðullinn í Eldey vekur athygli

Katrín Ósk Jóhannsdóttir er fyrsti aðilinn sem fær aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey, en það opnaði formlega í byrjun mars í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að Katrín hefur strax vakið verðskuldaða athygli og birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún sagði frá verkefninu sem hún vinnur að.
Lesa meira

Útsýni af eldgosinu við Fagradalsfjall að ofan

Nemendur og kennarar við Flugakademíu Íslands eru svo heppin að geta notið útsýnisins af eldgosinu við Fagradalsfjall að ofan, meðfylgjandi mynd er tekin úr kennsluflugi sem fór um svæðið síðastliðna helgi.
Lesa meira

Keilir framkvæmir könnun á námsþörfum innflytjenda búsettra á Íslandi

Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er þessa dagana að framkvæma könnun í því skyni að öðlast betri skilning á námsþörfum innflytjenda sem búsettir eru á Íslandi.
Lesa meira

Tilboðsverð á námskeiði Keilis í tilefni alþjóðlega svefndagsins

Í tilefni alþjóðlega svefndagsins í föstudaginn 19. mars bjóða Keilir og Nordic Fitness Education afslátt af námskeiðinu "Sleep Recovery Specialist" um svefn og áhrif svefnraskana á líkamsrækt.
Lesa meira

Starfsfólk Keilis safnar áheitum fyrir Mottumars

Starfsfólk Keilis hefur undanfarna daga tekið höndum saman í áheitasöfnun flugkennara við Flugakademíu Íslands í Mottumars til heiðurs nemanda sem nýlega greindist með krabbamein. Liðið er nú í 3. sæti í liðakeppni Mottumars sem líkur á miðnætti 19. mars.
Lesa meira

Bleik bindi, mottur og áfram gakk! - Flugkennarar taka þátt í mottumars

Hópur af flugkennurum við Flugakademíu Íslands hefur skráð sig til þátttöku í Mottumars í ár. Hópurinn hefur sett sér það markmið að safna 200.000 kr til heiðurs flugnema sem háir nú baráttuna við krabbamein.
Lesa meira

Vinnuverndarskóli Íslands og BHM í samstarf

Vinnuverndarskóli Íslands og BHM – Bandalag háskólamanna hafa gert með sér samstarfssamning um námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.
Lesa meira

Nýjum flugklasa ætlað að efla flugtengdar greinar á Íslandi

Keilir hefur, í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, tekið að sér að leiða stofnun flugklasa á Íslandi. Undirbúningsvinna er hafin og er áætlað að halda stofnfund klasans á fyrri helmingi ársins 2021.
Lesa meira

Tækifæri fyrir kínverska nemendur hjá Keili

Keilir og Study Iceland hafa gert með sér samstarfsamning um markaðssetningu á námsframboði Keilis í Kína sem og milligöngu með komu kínverskra nemenda í nám á vegum skólans.
Lesa meira