Fara í efni

Fréttir

Rúmlega 4500 nemendur útskrifaðir úr Keili

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 177 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 10. júní. Athöfnin að sinni var tvískipt sökum fjölda og hafa nú 4517 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar.
Lesa meira

Útskrift úr skólum Keilis í júní 2022

Föstudaginn 10. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú, Heilsuakademíu og Flugakademíu Íslands.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna jarðhræringa

Í vikunni lýsti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Í ljósi aðstæðna viljum við benda starfsfólki og nemendum á viðbragðsáætlun Keilis sem aðgengileg er á heimasíðu skólans. Áætlunin er unnin af framkvæmdastjórn Keilis og eru í samræmi við leiðbeiningar frá Almannvörnum og athugasemdir viðbragðsaðila á svæðinu.
Lesa meira

Starfsfólk Keilis plokkar á Ásbrú

Umhverfishópur Keilis í samvinnu við framkvæmdastjórn hefur skipulagt árlegan plokkdag Keilis miðvikudaginn 4. maí.
Lesa meira

Afmælisgleði á Ásbrú

Á laugardaginn síðasta var mikið um að vera í höfuðstöðvum Keilis á Ásbrú í tilefni 15 ára afmælis miðstöðvarinnar.
Lesa meira

Keilir 15 ára: Opið hús 2. apríl

Keilir hóf starfsemi vorið 2007 og fagnar því 15 ára afmæli í ár. Í tilefni þess verður opið hús í okkar frábæru aðstöðu í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú þann 2. apríl næstkomandi. Húsið verður opið gestum og gangandi á milli kl. 13.00 – 15.00 og verður fjölbreytt dagskrá, kynningar á námsframboði ásamt léttum veitingum á boðstólnum.
Lesa meira

„Það er fátt betra en að sjá nemendur uppskera“

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hélt hátíðlega athöfn í Hljómahöll í síðustu viku í tilefni útskriftar frá Háskólabrú og Heilsuakademíu Keilis. Háskólabrú útskrifaði 58 nemendur og Heilsuakademía útskrifaði 11 nemendur úr fótaaðgerðafræði. Frá upphafi hafa nú samtals 4.221 einstaklingur útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar. Af sóttvarnarástæðum var athöfnin aðeins opin fyrir útskriftarnemendur sem allir þurftu að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf eða nýlega covid-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).
Lesa meira

Útskrift úr deildum Keilis í janúar 2022

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú og fótaaðgerðafræði frá Heilsuakademíu Keilis.
Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðirnar og upphaf kennslu

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum nemendum, vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Ný þjónusta við nemendur Háskólabrúar og MÁ

Á dögunum var undirritaður þjónustusamningur á milli Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Bókasafns Reykjanesbæjar, um sérfræðiþjónustu á sviði bókasafns- og upplýsingafræða ásamt aðgangi að safnkosti og þjónustu Bókasafns Reykjanesbæjar fyrir nemendur á brautum Háskólabrúar og Menntaskólans á Ásbrú. Markmið samningsins er að auka þjónustu við nemendur, efla upplýsingalæsi nemenda og bjóða upp á skilvirka þjónustu með gagnvirkum hætti.
Lesa meira