Fara í efni

Fréttir

Keilir fékk góða gesti frá Hæfó

Eitt af stefnumarkmiðum Keilis er að tengjast nærsamfélaginu á fjölbreyttan hátt. Í nágrenni Keilis eru ýmis fyrirtæki og stofnanir eins og leikskólar, grunnskóli, hótel, Hæfingarstöð, Hjálpræðisher og margt fleira.
Lesa meira

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðirnar

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðirnar
Lesa meira

Á Egilsslóðum

Nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú skelltu sér á slóðir Egils Skallagrímssonar með íslenskukennara sínum.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Keili

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á öllum námsbrautum Keilis vegna vorannar 2024. Fjölbreyttir möguleikar eru til náms á þriðja hæfniþrepi (framhaldsskólastigi) í Keili, en í janúar er hægt að hefja nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð, opinni stúdentsbraut, styrktarþjálfaranám og Háskólabrú.
Lesa meira

,,Enda líklega á að vera með 5 háskólagráður eins og þjóðþekktur bensínafgreiðslukarl“

Sindri Steingrímsson útskrifaðist vor 2023 af verk- og raunvísindadeild en hann stundaði námið í fjarnámi samhliða vinnu í tvö ár. Sindri er fæddur á Vopnafirði á því herrans ári 1969 og nefnir merka viðburði þess árs í því samhengi eins og Appollo 11- Örninn lendir á tunglinu, Woodstock, Sesame Street, Bítlarnir hljóðrita síðustu skífu sína Abbey Road, fyrsta stöðuga APRANET tengingin og efnahagsástandið afar bágborið samkvæmt skýrslu OECD og lætur fylgja með að það sé ekkert nýtt. Sindri er giftur Sharon Jeannine Kerr gæðastjóra og núverandi sérfræðingi í fluggeiranum hjá Icelandair. Saman eigi þau tvær dætur og komin séu tvö barnabörn. Sindri og Sharon búa á Álftanesi með nokkrum Cornish Rex kisum og helling af svönum á veturna að hans sögn.
Lesa meira

Áhrif eldvirkni og jarðhræringa á nemendur og starfsfólk

Um þessar mundir ríkir talsverð óvissa vegna jarðhræringa og eldvirkni í/við Grindavík. Almannavarnir hafa komið því skýrt á framfæri að staðan er alvarleg og hefur það þegar haft mikil áhrif á daglegt líf þeirra sem þar eiga búsetu. Í hópi Grindvíkinga má finna marga nemendur Keilis svo og starfsmenn Keilis – auk þess að Keilisfólk á nákomna sem búsettir eru í Grindavík. Áhrifin teygja sig því víða innan skólans okkar.
Lesa meira

Reynsla Geirs af gervigreind í MÁ

Geir Finnsson enskukennari og félagsmálafulltrúi í MÁ birti grein á Vísi um reynslu sína af gervigreind við kennslu í MÁ.
Lesa meira

Keilir hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Keilir fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023 ásamt 55 fyrirtækjum, 11 sveitarfélögum og 22 opinberum aðilum á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar sem haldin var við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október. Jafnvægisvogin, er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Ráðstefnan bar yfirskriftina ,,Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun" og var henni streymt í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar, eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum.
Lesa meira

Flugakademían gerir samning við Flugskóla Reykjavíkur - Staða nemenda tryggð í nýjum skóla

Flugskóli Reykjavíkur og Flugakademía Íslands hafa náð samkomulagi um að þeir fyrrnefndu taki að sér þjónustu við virka nemendur Flugakademíunnar. Flugakademía Íslands, sem er dótturfélag Keilis miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, mun í kjölfarið hætta rekstri. Nemendur Flugakademíunnar hafa val um það hvort þeir haldi áfram námi sínu í Flugskóla Reykjavíkur, eða sæki það annað. En í kjölfar samkomulagsins tekur Flugskóli Reykjavíkur við af Flugakademíunni sem eini skólinn á Íslandi sem býður upp á samtvinnað nám til atvinnuflugs.
Lesa meira

Þjónustuborð og nemendaþjónusta lokar frá 10. júlí til 8. ágúst

Nú eru tími sumarfría og því verður þjónustuborð og nemendaþjónusta lokuð frá og með 10. júlí til 8. ágúst.
Lesa meira