07.04.2021
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu Kennarastofan en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Að þessu sinni er spjallað við Helgu Birgisdóttur um kennslu á tímum samkomutakmarkana, en hún er aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og íslenskukennari í Tækniskólanum.
Lesa meira
05.04.2021
Slakað verður á samkomutakmörkunum í skólum eftir páska og getur staðnám hafist að nýju á öllum skólastigum með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Lesa meira
24.03.2021
Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Keilis, Menntaskólans á Ásbrú og Flugakademíu Íslands lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.
Lesa meira
24.03.2021
Katrín Ósk Jóhannsdóttir er fyrsti aðilinn sem fær aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey, en það opnaði formlega í byrjun mars í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að Katrín hefur strax vakið verðskuldaða athygli og birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún sagði frá verkefninu sem hún vinnur að.
Lesa meira
21.03.2021
Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er þessa dagana að framkvæma könnun í því skyni að öðlast betri skilning á námsþörfum innflytjenda sem búsettir eru á Íslandi.
Lesa meira
19.03.2021
Starfsfólk Keilis hefur undanfarna daga tekið höndum saman í áheitasöfnun flugkennara við Flugakademíu Íslands í Mottumars til heiðurs nemanda sem nýlega greindist með krabbamein. Liðið er nú í 3. sæti í liðakeppni Mottumars sem líkur á miðnætti 19. mars.
Lesa meira
13.03.2021
Keilir hefur, í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, tekið að sér að leiða stofnun flugklasa á Íslandi. Undirbúningsvinna er hafin og er áætlað að halda stofnfund klasans á fyrri helmingi ársins 2021.
Lesa meira
12.03.2021
Keilir og Study Iceland hafa gert með sér samstarfsamning um markaðssetningu á námsframboði Keilis í Kína sem og milligöngu með komu kínverskra nemenda í nám á vegum skólans.
Lesa meira