30.04.2021
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu Kennarastofan en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Að þessu sinni er spjallað við Helenu Sigurðardóttur hjá Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
29.04.2021
Samkvæmt nýlegri könnun Nýsköpunarsviðs Keilis hafa átta af hverjum tíu Íslendingum af erlendu bergi brotnu yfir átján ára aldri áhuga á að sækja sér frekari menntun hérlendis.
Lesa meira
29.04.2021
Keilir og Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar hafa sett saman á annan tug hagnýttra námskeiða sem auka færni og þekkingu þeirra sem tengjast ferðaþjónustu og hafa hug á vinnu við greinina í framtíðinni. Námskeiðin eru í boði bæði á íslensku og ensku.
Lesa meira
26.04.2021
ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar.
Lesa meira
25.04.2021
Keilir og Reykjanes jarðvangur gerðu með sér á dögunum samstarfssamning um þróun fræðslu, námskeiða og alþjóðlegra samstarfsverkefna.
Lesa meira
23.04.2021
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Heilsuakademíu Keilis og Thompson Rivers University hefst næst í ágúst 2021. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Lesa meira
21.04.2021
Nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð eru þessa dagana að hefjast handa við lokaverkefni í tölvuleikjagerðaráfanga annarinnar. Verkefnið miðar að því að veita nemendum þjálfun í því að vinna verk fyrir viðskiptavin og er kúnninn að þessu sinni Vinnuverndarskóli Íslands.
Lesa meira
19.04.2021
Keilir tekur þátt í ERASMUS+ samstarfsverkefni við skóla og ferðaþjónustuaðila á Ítalíu og Tyrklandi undir heitinu RARE R.O.U.T.E.S. sem miðar að því að leiða saman færni og þekkingu nemenda í ferðaþjónustu við menningararf, umhverfismál og þá samfélagslegu arfleifð sem ferðaþjónustuaðilar styðjast við og nýta sér á ákveðnum svæðum.
Lesa meira
16.04.2021
Vendinámssetur Keilis kemur að þróun raungreinabúða fyrir ungt fólk í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Þekkingarsetrið í Sandgerði og GeoCamp Iceland.
Lesa meira
14.04.2021
Vendinámssetur Keilis heldur utan um nýtt fjölþjóðlegt verkefni sem snýr að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Verkefnið, sem er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins, er til tveggja ára og er unnið í samstarfi átta skóla og fræðslustofnana í sex Evrópulöndum.
Lesa meira