29.06.2023
Nú eru tími sumarfría og því verður þjónustuborð og nemendaþjónusta lokuð frá og með 10. júlí til 8. ágúst.
Lesa meira
29.06.2023
Nýnemar í Menntaskólanum á Ásbrú verða tæplega 40 næsta haust. Aðsókn í Menntaskólann á Ásbrú er góð. Umsóknum sem bárust um skólavist í MÁ 2023 hefur verið svarað og voru 38 umsóknir samþykktar. Stundaskrá fyrir nemendur í MÁ opnast í Innu 14.ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 16.ágúst.
Lesa meira
19.06.2023
Elfa Dögg Hrafnsdóttir Scheving er 29 ára þriggja barna móðir sem býr í Stykkishólmi. Elfa Dögg lauk námi á viðskipta- og hagfræðideild Háskólabrúar Keilis þann 9.júní þar sem hún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Hún hafði gert tilraun til að stunda nám oft áður en aldrei náð að halda sig við efnið. Tók nokkrar rangar beygjur í lífinu að hennar mati og trúði í raun að nám væri ekki fyrir hana. Áður en hún hóf nám hjá Keili höfðu liðið fjögur ár frá því hún hafði síðast stundað nám, var hálfnuð með sjúkraliðanám en þurfti að hætta vinnu vegna mikilla veikinda á meðgöngu. Hún og maður hennar eignuðust síðan þrjú börn á tveimur og hálfu ári og af þeim ástæðum sem og að lenda í persónulegu áfalli þurfti hún að hætta í námi.
Lesa meira
13.06.2023
Fulltrúar Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, og Menntaskólans á Ásbrú, MÁ, undirrituðu í gær í Húsi atvinnulífsins samstarfssamning í því skyni að efla samstarf á milli atvinnulífs og menntastofnana í tölvuleikjagerð.
Lesa meira
09.06.2023
Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 165 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 9. júní. Athöfnin var vel heppnuð og húsið þétt setið, á fimmta hundrað manns sóttu útskriftina. Hafa nú 4762 einstaklingar útskrifast úr námi við skólann.
Lesa meira
09.06.2023
Hægt er að fylgjast með útskrift vorannar á meðfylgjand hlekk.
Lesa meira
25.05.2023
Útskrift vorannar verður í Hljómahöll föstudaginn 9. Júní kl. 15:00.
Lesa meira
19.05.2023
Stýrihópur um sameiningu eða aukið samstarf Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis býður til skólafundar með starfsfólki skólans, nemendum og forráðamönnum í skólastofunni B6 í Keili þriðjudaginn 23. maí kl. 16:00.
Lesa meira
28.04.2023
Í vikunni fór af stað verkefni stýrihóps Mennta- og barnamálaráðherra um að kanna fýsileika aukins samstarfs og/eða sameiningu Keilis og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Vinna stjórnenda skólanna er hafin að beiðni ráðherra. Skólaráð Keilis mun funda í næstu viku þar sem umrædd fýsileikakönnun verður megin viðfangsefni. Í skólaráði sitja fulltrúar nemenda og kennara auk framkvæmdastjóra.
Lesa meira
31.03.2023
Fjölbreyttar kennarastöður eru lausar til umsókna hjá Keili fyrir skólaárið 2023-2024. Í Keili eru starfrækt fjögur kennslusvið með ólíkar áherslur.
Lesa meira