Fara í efni

Fréttir

Menntun og sjálfbær ferðaþjónusta

Keilir tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni sem er ætlað að þróa námsefni og starfstengd námskeið sem byggja á sjálfbæri og ábyrgri ferðaþjónustu. Verkefnið, sem fékk hæstu einkunn umsókna í Erasmus+ áætluninni á Ítalíu, er til þriggja ára og hlaut samtals 416.000 Evra styrkveitingu.
Lesa meira

Nordic Personal Trainer Certificate

NPTC is an innovative online course taught in English, built to help students achieve the same quality and scope of education through home study and e-learning as would be received through traditional face to face courses.
Lesa meira

Háskólabrú í fjarnámi

Háskólabrú Keilis í fjarnámi getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu, haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.
Lesa meira

Atvinnuauglýsing: Enskukennari við Háskólabrú Keilis

Keilir óskar eftir að ráða kennara í ensku Háskólabrú. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2020.
Lesa meira

Ræða framkvæmdastjóra Keilis við brautskráningu 14. ágúst 2020

„Tilgangur Keilis er að efla trú nemenda á sjálfum sig. Að trúa að þú getir líka lært, þú getir menntað þig í áhugaverðum greinum, skarað fram úr, lært að hafa áhrif á samfélagið, einstaklinga sem þurfa á þinni hjálp að halda, og umfram allt gert þig gildandi á því sviði sem þú velur að starfa á.“
Lesa meira

Hæsta meðaleinkunn frá upphafi í Háskólabrú Keilis

Keilir brautskráði 21 nemanda af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar föstudaginn 14. ágúst 2020. Með útskriftinni hafa alls 186 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári og samtals yfir 2.000 nemendur frá fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið 2008.
Lesa meira

Þriðja útskrift Keilis á árinu

Samtals brautskráðust 42 nemendur frá Keili við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, en vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi. Hægt er að nálgast upptöku af útskriftinni á YouTube rás Keilis.
Lesa meira

Útskrift úr deildum Keilis 14. ágúst

Föstudaginn 14. ágúst næstkomandi fer fram brautskráning nemenda úr Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar og ÍAK einkaþjálfaranámi. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla á landinu undir nafninu Flugakademía Íslands. Skólinn er einn sá öflugasti á Norðurlöndunum, með á annan tug kennsluvéla og fullkomna flugherma auk þess að bjóða upp á verklega aðstöðu á alþjóðaflugvellinum í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli.
Lesa meira

Nýtt frumkvöðlasetur á Ásbrú

Keilir, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og Eignarhaldsfélag Suðurnesja hafa undirritað verk- og þjónustusamning um uppbyggingu nýs frumkvöðla- og rannsóknarseturs.
Lesa meira