Fara í efni

Fyrirlestur: Nýsköpun í blíðu og stríðu

Eva María Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland
Eva María Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland
Á nýsköpun alltaf við? Mikilvægt er að hugsa nýsköpun alltaf sem hluta af kjarnastarfsemi í fyrirtækinu sínu. Hvort sem gengur vel og allt er á fullu spani eða þegar erfiðar aðstæður koma upp sem krefjast skapandi lausna.
 
Keilir, Markaðsstofa Reykjaness og Íslenski ferðaklasinn bjóða upp á opinn fyrirlestur um nýsköpun í ferðaþjónustu föstudaginn 15. janúar kl. 11:00. Viðburðurinn er á vegum Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar, sem er samstarfsvettvangur fyrrgreindra aðila um nýsköpun, fræðslu, framþróun og frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu.
 
Eva María Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland ætlar að fjalla um hvernig nýsköpun hefur verið hluti af þeirra ferðalagi í þróun og uppyggingu, bæði í blíðu og stríðu. Fyrirlesturinn fer fram á netinu og er öllum opinn.
 
Skráning á viðburðinn fer fram á facebooksíðu Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar