Fara í efni

Starf: Verkefnastjóri Háskólabrúar Keilis

Keilir leitar eftir kröftugum og metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf sem tekur þátt í undirbúningi, skipulagningu og þróun á námi Háskólabrúar. Jafnframt sinnir starfsmaðurinn þjónustu við nemendur og kennara.

Háskólabrú er aðfaranám að Háskóla Íslands og er á framhaldsskólastigi. Um er að ræða framtíðarstarf við eina öflugustu frumgreinadeild landsins.

Hæfniskröfur

 • Reynsla, þekking og brennandi áhugi á menntamálum og þróun menntamála
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
 • Skipulagshæfni, fagleg vinnubrögð og vilji til að veita frábæra þjónustu
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og mikil samstarfshæfni
 • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum er skilyrði
 • Góð tölvufærni í umhverfi Office 365 er skilyrði
 • Þekking og reynsla á námsumsjónarkerfunum Moodle og INNU er kostur
 • Þekking á skjalstjórnunarkerfinu GoPro er kostur

Helstu verkefni

 • Þjónusta og samskipti við nemendur og kennara
 • Yfirferð og vinnsla umsókna 
 • Skráningar í gagnagrunn
 • Þátttaka í þróunarstarfi
 • Svara fyrirspurnum um nám
 • Þátttaka í skipulagningu á námsleiðinni
 • Skjalavinnsla 

Menntunarkröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi en háskólamenntun á sviði menntamála og/eða verkefnastjórnunar er kostur.

Nánari upplýsingar og umsókn

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 8. febrúar 2021 og ber að skila inn umsóknum rafrænt. Fullum trúnaði heitið.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar Keilis.